Val Kilmer er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 06:27 Val Kilmer er látinn eftir glímu við lungnabólgu en hann hafði þjáðst af alvarlegu krabbameini í hálsi í mörg ár. Getty Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023. Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023.
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira