Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:14 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira