Boða kaupaukakerfi fyrir starfsmenn Íslandsbanka þegar ríkið hefur selt

Núna þegar útlit er fyrir að eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka minnki verulega í væntanlegu hlutafjárútboði, og fari að sennilega í eða undir um fimmtungshlut, þá hefur stjórnin boðað að hún ætli í kjölfarið að endurvekja kaupaaukakerfi fyrir starfsmenn, rúmlega átta árum eftir að það var lagt niður þegar bankinn komst í eigu ríkisins. Stjórnarformaður Íslandsbanka beinir einnig spjótum sínum að Seðlabankanum og segir mikilvægt að hann skýri nánar þær íþyngjandi kröfur sem eru lagðar á bankakerfið, meðal annars hvort við sem þjóð séum reiðubúin að greiða kostnaðinn sem þeim fylgir.
Tengdar fréttir

„Hverjum manni augljóst“ að umgjörð bankakerfisins skaðar samkeppnishæfni
Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.