Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 21:09 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Olena Selenska, eiginkona hans, minnast fórnarlamba Rússa í Bucha. AP Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. „Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
„Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira