Biður drottninguna að blessa heimilið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:02 Hönnuðurinn Þura Stína var að opna sýninguna Drottningar. Þóra Ólafs „Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Þura Stína er fædd árið 1989 og er í sambúð með íþróttafréttamanninum Arnari Jónmundssyni en þau eiga saman tvær dætur. Samhliða listsköpuninni á Þura að baki sér áralangan feril í tónlistinni sem söngkona og rappari í Cyber og Reykjavíkurdætur og einn vinsælasti plötusnúður landsins. Hún lagði heyrnartólin á hilluna fyrir nokkrum árum og fluttist til Mílanó í meistaranám. Komin sjö mánuði á leið og hætti fyrir tónleikaferðalagið „Ég hætti í Cyber þegar ég var ólétt af Emilíu eldri dóttur minni. Hljómsveitin var að fara á Evróputúr með Hatara og ég var komin sjö mánuði á leið. Á þessum tíma var ég bæði í Cyber og Reykjavíkurdætrum, var að DJa og vinna sem hönnuður á auglýsingastofu. Ég fann bara að ég var að gera of mikið og ég vildi ekki gera eitthvað með hálfri hendi.“ Þura Stína lagði heyrnartólin á hilluna og hélt út til Ítalíu í meistaranám við hönnun. Þóra Ólafs Árið 2021 flytur Þura ásamt fjölskyldu sinni til Mílanó í meistaranám. „Þá hafði ég verið að þeyta skífum í ellefu ár hverja einustu helgi. Það er ótrúlega mikið, með fram öðrum vinnum. Að lokum fann ég að ég var bara farin að gera þetta fyrir peninginn og mér fannst það leiðinlegt, ég var komin með nóg af því að vera í þessu hlutverki að skemmta fólki. Ég vildi ekki heldur vera að gera það af hálfum hug og ákvað því að setja heyrnartólin á hilluna. Og ég sé ekki eftir því, ég hef ekki enn þá fengið bakþanka. Ég er samt enn þá að fá bókanir sem er bara ótrúlega skemmtilegt og ég er þá dugleg að benda á allar drottningarnar sem eru í bransanum.“ Drottningin meira spennandi en kóngurinn Þura Stína á dæturnar Emilíu Karin, sem er að verða fimm ára, og Myrru Karitas, sem fæddist 19. október síðastliðinn. „Innblásturinn fyrir sýninguna Drottningar eru dætur mínar tvær. Eldri dóttir mín var alltaf að segja: „Mamma þú ert drottningin mín“, prinsessan sem hún er. Svo fór hún að hafa alveg ótrúlega mikinn áhuga á skák og þá var hún alltaf að passa upp á drottninguna sína, henni fannst ekkert varið í kónginn hann má bara færa sig einn reit en drottningin gerir bara það sem henni sýnist. Drottningar geta allt.“ Þura á opnuninni ásamt dætrum sínum Emilíu og Myrru.Þóra Ólafs Þura Stína segist í kjölfarið hafa fengið þetta smá á heilann og þannig þróaðist sýningin. Hún er hluti af HönnunarMars og er staðsett á Ingólfsstræti 6. „Mér fannst ég sjá orðið og hugtakið notað út um allt, í daglegu tali, lögum og fór að tengja saman. Við notum þetta mikið í tengslum við íþróttir eins og sund-, skíða-, hlaupa- og skautadrottning. Það eru fegurðar- og dragdrottningar, drottningar í spilum, konungbornar drottningar og fjöll. Álfadrottningar, blómadrottningar og drottningin í býflugnabúinu. Þetta orð er svo ótrúlega fallegt og hlaðið jákvæðri orku því við erum í raun alltaf að nota það til að upphefja eitthvað. Það er nánast aldrei notað í neikvæðum tilgangi, einstaka sinnum yfir drama eða dívustæla en oftast er það eitthvað sem er grand eða best og á háum stalli. Svo er ég líka að gera tilraun til að kyngera ekki orðið, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali.“ Geti líka verið æðra vald Hún segir sömuleiðis að það séu ekki allar drottningar með kórónu. „Sumar eru bara með derhúfu og ekki allar eru í háum hælum eða kjól. Drottningar eru alls konar og alls staðar og með sýningunni er ég að reyna að fá áhorfandann til að finna sína tengingu við hugtakið, hvort sem það sé hjá sér sjálfum eða einhverjum sem hann þekkir.“ Þura Stína er samhliða með verslun í rýminu en hægt er að skoða verk hennar betur hér. „Konseptið byrjaði sem leikur að orðum og grafísk plakat sería en mig langaði mikið til að búa til heim drottningarinnar og fara aðeins lengra. Úr urðu skákborð, púðar og hliðarborð og síðan drottningar varningur til að impra á að drottningin þarf ekki að vera konungborinn eða fegurðardrottning til að bera kórónuna heldur getur kórónan birst okkur í öðrum myndum. Ég gerði bæði derhúfur og stuttermaboli til að sýna líka einfaldleika hennar. Svo sótti ég í gömlu útsaumsverkin „Drottinn blessi heimilið“ en drottningin getur líka verið æðra vald sem við leitum til og ég bið „Drottninguna að blessa heimilið“ bæði í útsaumuðum púðum og prenti.“ Vildi verk fyrir kisuna Hún segir að sýningargestir hafi tengt við verkin á margvíslegan máta. „Margir tengja drottninguna við sjálfa sig, móður sína, systir sína, dóttur sína og ömmu en drottningar geta líka verið pabbar, afar og bræður. Einhver sagði: „Ég þarf svona verk fyrir kisuna mína, hún er mesta drottning sem ég þekki.“ Þannig það er ótrúlega mismunandi hvernig fólk upplifir drottninguna.“ Fjölbreyttar hugmyndir að drottningum!Þóra Ólafs Sýningin opnar aftur á fimmtudag og þá verður sérstök HönnunarMars opnun frá klukkan 16:00 til 21:00. Hún stendur til næstkomandi sunnudags á Ingólfsstræti 6. „Við sendum líka um allt land fyrir þær drottningar sem ekki komast á sýninguna en ég mæli eindregið með að fólk geri sér ferð í litagleðina. Mér fannst skipta miklu máli að rýminu væri breytt í heim drottningarinnar til að hjálpa til við hugrenningartengslin.“ Mikið frelsi í Mílanó Þuru Stínu líður vel í iðandi menningarlífinu hérlendis en segir að þau fjölskyldan sakni Ítalíu gífurlega mikið. „Þar er ryþminn einhvern veginn hægari og dagarnir lengri, veðrið auðvitað mun betra en dagarnir verða lengri því maður er svo duglegur að vera úti. Þar er mikil menning að vera alltaf með börnin með sér alls staðar sem ég er smá að reyna að tileinka mér hér. Við vorum ein í Mílanó með lítið barn og fórum mikið út að borða, á söfn, í búðir og garða alltaf öll saman. Það var alveg yndislegur tími og maður saknar kannski mest að geta farið út í garð að leika eða sitja í blíðu og grænu umhverfi og að eyða svona miklum gæðatíma með fjölskyldunni sinni.“ Sömuleiðis fannst henni kærkomið að þurfa ekki að vera á bíl dagsdaglega. „Það var mikið frelsi í að taka bara lest eða tramminn en við hjóluðum líka rosalega mikið og að byrja daginn á að hjóla í leikskólann gerir rosalega mikið fyrir mann.“ Hún segir þó stutt að skjótast þangað og þau eru einmitt á leið í frí þangað um páskana. „Það eru að sama skapi lág laun á Ítalíu og leiguverðið er hátt inn í borgum eins og Mílanó svo ég tali nú ekki um leikskólagjöldin. Við vorum sjálfstætt starfandi (e. freelance) í öllum verkefni frá Íslandi á meðan við bjuggum úti. Við getum alveg séð fyrir okkur að gera þetta aftur, þetta er ekki eins mikið mál að flytja erlendis eins og maður vill oft halda. Það þarf bara að kýla á það.“ Án efa betri listrænn stjórnandi í dag Námið sem Þura Stína stundaði í sjónrænni hönnun og markaðssetningu var bæði krefjandi og gefandi. „Það var mikið um hópvinnu, fólk saman komið frá alls konar löndum með ólíkan bakgrunn og mjög ólíkar listrænar skoðanir að að vinna saman. Það var líka geggjuð reynsla að fara í annað land og vinna þar og maður lærði heilmikið á því eitt og sér. Það stækkaði klárlega sjóndeildarhringinn að fara í þetta nám og ég er án efa betri listrænn stjórnandi en ég var áður og með dýpri skilning á markaðsmálum. Brautin sem ég var á heitir Visual Design & Integrated Marketing Communication og samanstóð að mestu leyti af hönnuðum en þarna var líka markaðsfólk svo þetta var mjög gott nám og ég er ánægð með að hafa endað í þessu meistaranámi.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓢 𝓤 𝓡 𝓐 (@sura_stina) Þrátt fyrir að Þura hafi sett tónlistina svolítið á hilluna til að einblína á hönnunina segir hún alls ekki útilokað að Reykjavíkurdætur komi saman aftur. „Við erum búnar að vera í pásu enda margar okkar búnar að eignast börn og við erum í endalausum öðrum verkefnum.“ Tók svolítið á að tapa Söngvakeppninni Reykjavíkurdætur tóku eftirminnilega þátt í Söngvakeppninni árið 2022 með lagið Tökum af stað þar sem þær höfnuðu öðru sæti. „Eftir það vorum við smá búnar á því. Þetta var stórt verkefni og mikið að gera í að koma fram hérna heima. Áður höfðum við lang mest verið að einblína á Evrópu og ekkert hérna heima.“ Jóhanna Rakel tónlistarkollegi Þuru Stínu úr Cyber og Reykjavíkurdætrum lét sig ekki vanta á opnunina.Þóra Ólafs Rapphópurinn var í níu mánuði að plotta og undirbúa þetta lag og atriði. „Það tók náttúrulega svolítið á að tapa eftir alla þessa vinnu en við vorum líka mjög þakklátar að hafa farið í þetta verkefni, því við vorum svolítið búnar að loka á Ísland og höfðum auðvitað mætt ógeðslega mikilli gagnrýni hér. Andlega var þetta mjög gott fyrir okkur. Við finnum alveg fyrir því núna að okkur langar allar að byrja aftur. Það er alveg á teikniborðinu að Reykjavíkurdætur hætti í pásu. Við erum eiginlega bara starfandi saumaklúbbur núna,“ segir Þura Stína brosandi að lokum. Þura ásamt fjölskyldu á opnuninni og hér má sjá púða sem á stendur Drottningin blessi heimilið.Þóra Ólafs HönnunarMars Tíska og hönnun Tónlist Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þura Stína er fædd árið 1989 og er í sambúð með íþróttafréttamanninum Arnari Jónmundssyni en þau eiga saman tvær dætur. Samhliða listsköpuninni á Þura að baki sér áralangan feril í tónlistinni sem söngkona og rappari í Cyber og Reykjavíkurdætur og einn vinsælasti plötusnúður landsins. Hún lagði heyrnartólin á hilluna fyrir nokkrum árum og fluttist til Mílanó í meistaranám. Komin sjö mánuði á leið og hætti fyrir tónleikaferðalagið „Ég hætti í Cyber þegar ég var ólétt af Emilíu eldri dóttur minni. Hljómsveitin var að fara á Evróputúr með Hatara og ég var komin sjö mánuði á leið. Á þessum tíma var ég bæði í Cyber og Reykjavíkurdætrum, var að DJa og vinna sem hönnuður á auglýsingastofu. Ég fann bara að ég var að gera of mikið og ég vildi ekki gera eitthvað með hálfri hendi.“ Þura Stína lagði heyrnartólin á hilluna og hélt út til Ítalíu í meistaranám við hönnun. Þóra Ólafs Árið 2021 flytur Þura ásamt fjölskyldu sinni til Mílanó í meistaranám. „Þá hafði ég verið að þeyta skífum í ellefu ár hverja einustu helgi. Það er ótrúlega mikið, með fram öðrum vinnum. Að lokum fann ég að ég var bara farin að gera þetta fyrir peninginn og mér fannst það leiðinlegt, ég var komin með nóg af því að vera í þessu hlutverki að skemmta fólki. Ég vildi ekki heldur vera að gera það af hálfum hug og ákvað því að setja heyrnartólin á hilluna. Og ég sé ekki eftir því, ég hef ekki enn þá fengið bakþanka. Ég er samt enn þá að fá bókanir sem er bara ótrúlega skemmtilegt og ég er þá dugleg að benda á allar drottningarnar sem eru í bransanum.“ Drottningin meira spennandi en kóngurinn Þura Stína á dæturnar Emilíu Karin, sem er að verða fimm ára, og Myrru Karitas, sem fæddist 19. október síðastliðinn. „Innblásturinn fyrir sýninguna Drottningar eru dætur mínar tvær. Eldri dóttir mín var alltaf að segja: „Mamma þú ert drottningin mín“, prinsessan sem hún er. Svo fór hún að hafa alveg ótrúlega mikinn áhuga á skák og þá var hún alltaf að passa upp á drottninguna sína, henni fannst ekkert varið í kónginn hann má bara færa sig einn reit en drottningin gerir bara það sem henni sýnist. Drottningar geta allt.“ Þura á opnuninni ásamt dætrum sínum Emilíu og Myrru.Þóra Ólafs Þura Stína segist í kjölfarið hafa fengið þetta smá á heilann og þannig þróaðist sýningin. Hún er hluti af HönnunarMars og er staðsett á Ingólfsstræti 6. „Mér fannst ég sjá orðið og hugtakið notað út um allt, í daglegu tali, lögum og fór að tengja saman. Við notum þetta mikið í tengslum við íþróttir eins og sund-, skíða-, hlaupa- og skautadrottning. Það eru fegurðar- og dragdrottningar, drottningar í spilum, konungbornar drottningar og fjöll. Álfadrottningar, blómadrottningar og drottningin í býflugnabúinu. Þetta orð er svo ótrúlega fallegt og hlaðið jákvæðri orku því við erum í raun alltaf að nota það til að upphefja eitthvað. Það er nánast aldrei notað í neikvæðum tilgangi, einstaka sinnum yfir drama eða dívustæla en oftast er það eitthvað sem er grand eða best og á háum stalli. Svo er ég líka að gera tilraun til að kyngera ekki orðið, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali.“ Geti líka verið æðra vald Hún segir sömuleiðis að það séu ekki allar drottningar með kórónu. „Sumar eru bara með derhúfu og ekki allar eru í háum hælum eða kjól. Drottningar eru alls konar og alls staðar og með sýningunni er ég að reyna að fá áhorfandann til að finna sína tengingu við hugtakið, hvort sem það sé hjá sér sjálfum eða einhverjum sem hann þekkir.“ Þura Stína er samhliða með verslun í rýminu en hægt er að skoða verk hennar betur hér. „Konseptið byrjaði sem leikur að orðum og grafísk plakat sería en mig langaði mikið til að búa til heim drottningarinnar og fara aðeins lengra. Úr urðu skákborð, púðar og hliðarborð og síðan drottningar varningur til að impra á að drottningin þarf ekki að vera konungborinn eða fegurðardrottning til að bera kórónuna heldur getur kórónan birst okkur í öðrum myndum. Ég gerði bæði derhúfur og stuttermaboli til að sýna líka einfaldleika hennar. Svo sótti ég í gömlu útsaumsverkin „Drottinn blessi heimilið“ en drottningin getur líka verið æðra vald sem við leitum til og ég bið „Drottninguna að blessa heimilið“ bæði í útsaumuðum púðum og prenti.“ Vildi verk fyrir kisuna Hún segir að sýningargestir hafi tengt við verkin á margvíslegan máta. „Margir tengja drottninguna við sjálfa sig, móður sína, systir sína, dóttur sína og ömmu en drottningar geta líka verið pabbar, afar og bræður. Einhver sagði: „Ég þarf svona verk fyrir kisuna mína, hún er mesta drottning sem ég þekki.“ Þannig það er ótrúlega mismunandi hvernig fólk upplifir drottninguna.“ Fjölbreyttar hugmyndir að drottningum!Þóra Ólafs Sýningin opnar aftur á fimmtudag og þá verður sérstök HönnunarMars opnun frá klukkan 16:00 til 21:00. Hún stendur til næstkomandi sunnudags á Ingólfsstræti 6. „Við sendum líka um allt land fyrir þær drottningar sem ekki komast á sýninguna en ég mæli eindregið með að fólk geri sér ferð í litagleðina. Mér fannst skipta miklu máli að rýminu væri breytt í heim drottningarinnar til að hjálpa til við hugrenningartengslin.“ Mikið frelsi í Mílanó Þuru Stínu líður vel í iðandi menningarlífinu hérlendis en segir að þau fjölskyldan sakni Ítalíu gífurlega mikið. „Þar er ryþminn einhvern veginn hægari og dagarnir lengri, veðrið auðvitað mun betra en dagarnir verða lengri því maður er svo duglegur að vera úti. Þar er mikil menning að vera alltaf með börnin með sér alls staðar sem ég er smá að reyna að tileinka mér hér. Við vorum ein í Mílanó með lítið barn og fórum mikið út að borða, á söfn, í búðir og garða alltaf öll saman. Það var alveg yndislegur tími og maður saknar kannski mest að geta farið út í garð að leika eða sitja í blíðu og grænu umhverfi og að eyða svona miklum gæðatíma með fjölskyldunni sinni.“ Sömuleiðis fannst henni kærkomið að þurfa ekki að vera á bíl dagsdaglega. „Það var mikið frelsi í að taka bara lest eða tramminn en við hjóluðum líka rosalega mikið og að byrja daginn á að hjóla í leikskólann gerir rosalega mikið fyrir mann.“ Hún segir þó stutt að skjótast þangað og þau eru einmitt á leið í frí þangað um páskana. „Það eru að sama skapi lág laun á Ítalíu og leiguverðið er hátt inn í borgum eins og Mílanó svo ég tali nú ekki um leikskólagjöldin. Við vorum sjálfstætt starfandi (e. freelance) í öllum verkefni frá Íslandi á meðan við bjuggum úti. Við getum alveg séð fyrir okkur að gera þetta aftur, þetta er ekki eins mikið mál að flytja erlendis eins og maður vill oft halda. Það þarf bara að kýla á það.“ Án efa betri listrænn stjórnandi í dag Námið sem Þura Stína stundaði í sjónrænni hönnun og markaðssetningu var bæði krefjandi og gefandi. „Það var mikið um hópvinnu, fólk saman komið frá alls konar löndum með ólíkan bakgrunn og mjög ólíkar listrænar skoðanir að að vinna saman. Það var líka geggjuð reynsla að fara í annað land og vinna þar og maður lærði heilmikið á því eitt og sér. Það stækkaði klárlega sjóndeildarhringinn að fara í þetta nám og ég er án efa betri listrænn stjórnandi en ég var áður og með dýpri skilning á markaðsmálum. Brautin sem ég var á heitir Visual Design & Integrated Marketing Communication og samanstóð að mestu leyti af hönnuðum en þarna var líka markaðsfólk svo þetta var mjög gott nám og ég er ánægð með að hafa endað í þessu meistaranámi.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓢 𝓤 𝓡 𝓐 (@sura_stina) Þrátt fyrir að Þura hafi sett tónlistina svolítið á hilluna til að einblína á hönnunina segir hún alls ekki útilokað að Reykjavíkurdætur komi saman aftur. „Við erum búnar að vera í pásu enda margar okkar búnar að eignast börn og við erum í endalausum öðrum verkefnum.“ Tók svolítið á að tapa Söngvakeppninni Reykjavíkurdætur tóku eftirminnilega þátt í Söngvakeppninni árið 2022 með lagið Tökum af stað þar sem þær höfnuðu öðru sæti. „Eftir það vorum við smá búnar á því. Þetta var stórt verkefni og mikið að gera í að koma fram hérna heima. Áður höfðum við lang mest verið að einblína á Evrópu og ekkert hérna heima.“ Jóhanna Rakel tónlistarkollegi Þuru Stínu úr Cyber og Reykjavíkurdætrum lét sig ekki vanta á opnunina.Þóra Ólafs Rapphópurinn var í níu mánuði að plotta og undirbúa þetta lag og atriði. „Það tók náttúrulega svolítið á að tapa eftir alla þessa vinnu en við vorum líka mjög þakklátar að hafa farið í þetta verkefni, því við vorum svolítið búnar að loka á Ísland og höfðum auðvitað mætt ógeðslega mikilli gagnrýni hér. Andlega var þetta mjög gott fyrir okkur. Við finnum alveg fyrir því núna að okkur langar allar að byrja aftur. Það er alveg á teikniborðinu að Reykjavíkurdætur hætti í pásu. Við erum eiginlega bara starfandi saumaklúbbur núna,“ segir Þura Stína brosandi að lokum. Þura ásamt fjölskyldu á opnuninni og hér má sjá púða sem á stendur Drottningin blessi heimilið.Þóra Ólafs
HönnunarMars Tíska og hönnun Tónlist Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira