Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar 31. mars 2025 11:01 Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar