Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 31. mars 2025 08:00 Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 hefur Samfylkingin undir hennar forystu átt í virku samtali við fólkið og fyrirtækin í landinu og hlustað á hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Úr þessum samtölum kom fram skýr krafa um árangur þegar kemur að uppbyggingu innviða og mikil gremja gagnvart því að stjórnvöld hafi ekki sinnt uppbyggingu og viðhaldi á orkuinnviðum, vegunum okkar, menntakerfinu og heilbrigðisstofnunum. Þessi krafa var hvað háværust á landsbyggðinni þó að hana mætti heyra um land allt. Samfylkingin tók þessum skilaboðum alvarlega og mótaði í virku samráði við landsmenn, verkalýðsfélögin og sérfræðinga þau áherslumál sem flokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þessi áherslumál má kjarna í því að Samfylkingin ætlar að tryggja öryggi og afkomu landsmanna og fyrirtækja. Fyrsta skrefið var að ná stjórn á efnahagsmálunum, að ná niður verðbólgu og vöxtum og skila hallalausum fjárlögum. Næsta skrefið er svo að tryggja öryggi landsmanna og fyrirtækja þegar kemur að samgöngum, löggæslu, traustum orkuinnviðum, félagslegu öryggi og sterkt mennta- og velferðarkerfi. Við höfum séð á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að unnið er eftir skýru plani og allt er samkvæmt áætlun. Það þyrfti lengri grein en þessa til að telja öll þau framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ýtt úr vör en stóra myndin er sú að verðbólga og vextir eru á niðurleið og búið er að leggja fram fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallalausum fjárlögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma er verið að ráðast í mikilvægar fjárfestingar þegar kemur að orkuöflun og samgöngumálum og búið er að höggva á stóra hnúta þegar kemur að þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Eitt af því sem við í Samfylkingunni höfum verið heiðarleg með í okkar samtölum við þjóðina er að það að fjárfestingar og efling samfélagslegra innviða kostar peninga og við höfum ekki viljað lofa útgjöldum án þess að það sé skýrt hvernig við munum afla tekna fyrir þeim. Það er ástæðan fyrir því að eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að setja af stað hagræðingarverkefni í samráði við landsmenn og að nú sé verið að tryggja að fyrirtæki greiði eðlilegan arð af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna. Alveg eins og við boðuðum fyrir kosningar. Þessar aðgerðir skapa svigrúm fyrir fjárfestingar í fólki og innviðum sem munu skila sér margfalt til baka í formi aukinna lífsgæða fólks út um allt land og verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar