Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 08:01 Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun