Albanese boðar til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 07:54 Anthony Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2022. AP Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins. Ástralía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins.
Ástralía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira