Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. mars 2025 17:08 Þórarinn Eyfjörð vék úr embætti formanns síðasta haust. Vísir/Ívar Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22