10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar 27. mars 2025 13:17 Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun