10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar 27. mars 2025 13:17 Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Af hverju fá börn og unglingar ekki að njóta sannmælis? Af hverju er komið fram við þau með hætti sem enginn fullorðinn myndi nokkru sinni sætta sig við? Hugsið ykkur að í vinnu væru þið metin til launa með margskonar kvörðum. Það færi eftir vinnustað og deild hvernig þið væruð metin og þau um leið hvað þið fenguð borgað. Þannig að hver og einn vissi ekki alltaf hvaða mælikvarðar væru notaðir til að mæla vinnuframlag hans og mikið ósamræmi væri í launum starfsmanna, ekkert gegnsæi og ekkert jafnræði á milli starfsmanna. Þetta myndi fullorðið fólk ekki sætta sig við, ALDREI. Nemendur fá endurgjöf – sín „laun“ – í litum, bókstöfum, tölum og textum. En hvaða merkingu hefur þetta? Það fer eftir kennara, skóla og túlkun. Nýlegar rannsóknir og reynsla sýna að nemendur, foreldrar og jafnvel kennarar skilja oft ekki hvaða viðmið liggja að baki matsins – eða hvernig það tengist lögbundinni námskrá. Steininn tekur þó úr við lok grunnskóla þegar mat er lagt á 10 ára nám, hvernig hverjum og einum hefur tekist að tileinka sér lögbundin viðmið úr námskrá. Líklega þekkja allir, nemendur og foreldrar þeirra, síðustu ár þá óvissu og vanmáttartilfinningu sem fylgir útskriftareinkunnum grunnskólanna þar sem einkunnir er ráðgáta, samanburður við aðra ómögulegur og jafnræði ekkert. Nemendur kalla á að virðing sé borin fyrir vinnu þeirra, að þeir viti til hvers er ætlast til af þeim, að endurgjöf á nám þeirra sé skiljanleg og að þeir njóti jafnræðis. Innleiðum námsmat þar sem allir nemendur sitja við sama borð, vita til hvers er ætlast af þeim, skilja endurgjöfina og jafnræðis er gætt. Er til of mikils mælst? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar