Minnist móður sinnar sem lést í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 10:41 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er full af þakklæti þegar hún minnist móður sinnar. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar minnist móður sinnar Katrínar Arason sem kvaddi í morgun á hundraðasta aldursári. „Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit að það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við að segja að þau elskuðu okkur,“ segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook. Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram. „Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti að halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf að halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló að bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.“ Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu. „Er ófeimin að viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott að vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“ Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald. „Það hefur verið ómetanlegt.“ Andlát Viðreisn Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit að það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við að segja að þau elskuðu okkur,“ segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook. Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram. „Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti að halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf að halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló að bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.“ Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu. „Er ófeimin að viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott að vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“ Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald. „Það hefur verið ómetanlegt.“
Andlát Viðreisn Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira