„Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 21:16 Heiðar segir að Birgi sé frjálst að tjá sig með þeim hætti sem hann vilji, en að kjörnir fulltrúar eigi þó að vita betur en að standa í níði vegna fréttaflutnings. Málefnalegri gagnrýni sé þó alltaf vel tekið. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku. Birgir, sem er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og meðlimur í hljómsveitinni GusGus, birti myndband af athæfinu á Facebook. Þar sést Bónuspoki á afgreiðsluborði RÚV. Birgir bendir á pokann og segir við konu í afgreiðslunni: „Heyrðu, nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu? Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl.“ Með myndbandinu skrifar Birgir að hann hafi skutlað heimilissorpinu á fréttastofuna, og virðist hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Ætla má að tilefnið sé frétt RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ekki það versta í vikunni Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist lítið hafa að segja um uppátæki Birgis. „Það er tjáningarfrelsi í landinu, honum er auðvitað frjálst að tjá sig með þessum hætti og reyna að búa til eitthvað efni á samfélagsmiðlana sína. Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna,“ segir Heiðar. Starfsmenn fréttastofunnar taki uppátækið þó ekki inn á sig með nokkrum hætti. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að draga til baka eða leiðrétta fréttaflutning af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki það versta sem ég hef séð í þessari viku, og langt frá því. Það sem situr í mér eru þær árásir sem fréttamennirnir sem unnu að málinu hafa þurft að sitja undir. Það finnst mér vera alvarlegt fyrir þá sem vinna í fjölmiðlum. Það er búið að vera virkilega ljótt að fylgjast með því hvernig fólk leyfir sér að tala og búa til einhvers konar samsæriskenningar um fólk sem er bara að vinna vinnuna sína, og veita stjórnmálamönnum og valdhöfum aðhald. Sem er það sem okkur bera að gera, sem vinnum á fjölmiðlum,“ segir Heiðar. Í sumum tilfellum komi slík orðræða frá fólki sem eigi að vita betur. „Eins og til dæmis Biggi Veira, sem er varaþingmaður.“ Málefnaleg gagnrýni annað en níð Heiðar segir, þrátt fyrir að samsæriskenningar og ruslagjörningar séu ekki tilefni til sérstakra viðbragða, að málefnaleg gagnrýni sé alltaf tekin til greina. „Við hlustum á hana og tökum mark á henni. Við erum búin að fara yfir okkar hlut í málinu, þessa frétt og vinnulagið, rætt það í þaula og skoðað. Það er ekki neitt komið fram sem gefur okkur ástæðu til að bakka með fréttina eða gera leiðréttingar á henni,“ segir Heiðar. Eftir standi, engu að síður, árásir á fréttamenn sem hafi unnið vel og heiðarlega að fréttinni, en fólk níði af þeim skóinn á netinu. Ráðherrann óánægður með Bigga Í samtali við mbl segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og samflokksmaður Birgis, að háttarlag Birgis sé ekki boðlegt. Fjölmiðlar leiki mikilvægt lýðræðis- og aðhaldshlutverk í samfélaginu og það sé ekki sæmandi að stjórnmálafólk hamist á þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi, sem hefur málefni fjölmiðla á sinni könnu sem ráðherra, hefur brugðist við athæfi kjörinna fulltrúa stjórnarflokkanna sem snýr að fjölmiðlum. Í febrúar síðastliðnum sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, telja að endurskoða þyrfti opinbera fjölmiðlastyrki til Morgunblaðsins. Var það í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrki til Flokks fólksins og hagsmuni Sigurjóns sjálfs af strandveiðum. Logi fordæmdi þau ummæli. Fjölmiðlar Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Birgir, sem er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og meðlimur í hljómsveitinni GusGus, birti myndband af athæfinu á Facebook. Þar sést Bónuspoki á afgreiðsluborði RÚV. Birgir bendir á pokann og segir við konu í afgreiðslunni: „Heyrðu, nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu? Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl.“ Með myndbandinu skrifar Birgir að hann hafi skutlað heimilissorpinu á fréttastofuna, og virðist hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Ætla má að tilefnið sé frétt RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ekki það versta í vikunni Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist lítið hafa að segja um uppátæki Birgis. „Það er tjáningarfrelsi í landinu, honum er auðvitað frjálst að tjá sig með þessum hætti og reyna að búa til eitthvað efni á samfélagsmiðlana sína. Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna,“ segir Heiðar. Starfsmenn fréttastofunnar taki uppátækið þó ekki inn á sig með nokkrum hætti. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að draga til baka eða leiðrétta fréttaflutning af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki það versta sem ég hef séð í þessari viku, og langt frá því. Það sem situr í mér eru þær árásir sem fréttamennirnir sem unnu að málinu hafa þurft að sitja undir. Það finnst mér vera alvarlegt fyrir þá sem vinna í fjölmiðlum. Það er búið að vera virkilega ljótt að fylgjast með því hvernig fólk leyfir sér að tala og búa til einhvers konar samsæriskenningar um fólk sem er bara að vinna vinnuna sína, og veita stjórnmálamönnum og valdhöfum aðhald. Sem er það sem okkur bera að gera, sem vinnum á fjölmiðlum,“ segir Heiðar. Í sumum tilfellum komi slík orðræða frá fólki sem eigi að vita betur. „Eins og til dæmis Biggi Veira, sem er varaþingmaður.“ Málefnaleg gagnrýni annað en níð Heiðar segir, þrátt fyrir að samsæriskenningar og ruslagjörningar séu ekki tilefni til sérstakra viðbragða, að málefnaleg gagnrýni sé alltaf tekin til greina. „Við hlustum á hana og tökum mark á henni. Við erum búin að fara yfir okkar hlut í málinu, þessa frétt og vinnulagið, rætt það í þaula og skoðað. Það er ekki neitt komið fram sem gefur okkur ástæðu til að bakka með fréttina eða gera leiðréttingar á henni,“ segir Heiðar. Eftir standi, engu að síður, árásir á fréttamenn sem hafi unnið vel og heiðarlega að fréttinni, en fólk níði af þeim skóinn á netinu. Ráðherrann óánægður með Bigga Í samtali við mbl segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og samflokksmaður Birgis, að háttarlag Birgis sé ekki boðlegt. Fjölmiðlar leiki mikilvægt lýðræðis- og aðhaldshlutverk í samfélaginu og það sé ekki sæmandi að stjórnmálafólk hamist á þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi, sem hefur málefni fjölmiðla á sinni könnu sem ráðherra, hefur brugðist við athæfi kjörinna fulltrúa stjórnarflokkanna sem snýr að fjölmiðlum. Í febrúar síðastliðnum sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, telja að endurskoða þyrfti opinbera fjölmiðlastyrki til Morgunblaðsins. Var það í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrki til Flokks fólksins og hagsmuni Sigurjóns sjálfs af strandveiðum. Logi fordæmdi þau ummæli.
Fjölmiðlar Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira