Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 12:02 Rannsakendur virða fyrir sér persónulega muni sem fundust á Izaguiire-búgarðinum nærri borginni Teuchitlán í Jalisco-ríki í Mexíkó. AP/ríkissaksóknari Jalisco Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó Sjálfboðaliðasamtök sem leita að fólki sem er saknað römbuðu á yfirgefinn búgarðinn í Jalisco-ríki fyrr í þessum mánuði. Þar fundu þeir meðal annars líkbrennsluofna, brenndar líkamsleifar, beinflísar og fjölda persónulegra muna sem lögreglu yfirsást þegar hún leitaði á búgarðinum í haust. Búgarðinum var í kjölfarið lýst sem „útrýmingarbúðum“ og talið líklegt að eitthvert þeirra harðsvíruðu glæpasamtaka sem halda Mexíkó í heljargreipum hefði átt hann. Nú segir Omar García Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, að ekkert bendir til þess að kerfisbundin dráp á fjölda fólks hafi farið fram á búgarðinum jafnvel þótt að fólk hafi verið myrt og pyntað þar. „Á þessari stundu endurtek ég að við höfum engar vísbendingar um að þetta hafi verið útrýmingarbúðir heldur frekar þjálfunarbúðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Alríkislögreglan tók yfir rannsókn á búgarðinum eftir að saksóknari sagði að ríkisyfirvöld í Jalisco hefðu klúðrað henni. Eftir að ríkislögreglumenn skoðuðu búgarðinn í september var hann skilinn eftir án eftirlits þar til sjálfboðaliðahópurinn fann hann eftir að honum barst nafnlaus ábending um hann. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa stýrt liðssöfnun fyrir glæpasamtökin Ný kynslóð glæpahrings Jalisco (CJNG). Menn hafi verið tældir á búgarðinn með fölskum loforðum um atvinnutækifæri. Þeir sem hafi neitað að hljóta þjálfun og ganga í samtökin eða reynt að flýja hafi verið myrtir eða pyntaðir. Varlega áætlað er vel á annað hundrað þúsund manna saknað eftir að hafa horfið sporlaust í Mexíkó. Fáir finnast nokkru sinni, lífs eða liðnir. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtök sem leita að fólki sem er saknað römbuðu á yfirgefinn búgarðinn í Jalisco-ríki fyrr í þessum mánuði. Þar fundu þeir meðal annars líkbrennsluofna, brenndar líkamsleifar, beinflísar og fjölda persónulegra muna sem lögreglu yfirsást þegar hún leitaði á búgarðinum í haust. Búgarðinum var í kjölfarið lýst sem „útrýmingarbúðum“ og talið líklegt að eitthvert þeirra harðsvíruðu glæpasamtaka sem halda Mexíkó í heljargreipum hefði átt hann. Nú segir Omar García Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, að ekkert bendir til þess að kerfisbundin dráp á fjölda fólks hafi farið fram á búgarðinum jafnvel þótt að fólk hafi verið myrt og pyntað þar. „Á þessari stundu endurtek ég að við höfum engar vísbendingar um að þetta hafi verið útrýmingarbúðir heldur frekar þjálfunarbúðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Alríkislögreglan tók yfir rannsókn á búgarðinum eftir að saksóknari sagði að ríkisyfirvöld í Jalisco hefðu klúðrað henni. Eftir að ríkislögreglumenn skoðuðu búgarðinn í september var hann skilinn eftir án eftirlits þar til sjálfboðaliðahópurinn fann hann eftir að honum barst nafnlaus ábending um hann. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa stýrt liðssöfnun fyrir glæpasamtökin Ný kynslóð glæpahrings Jalisco (CJNG). Menn hafi verið tældir á búgarðinn með fölskum loforðum um atvinnutækifæri. Þeir sem hafi neitað að hljóta þjálfun og ganga í samtökin eða reynt að flýja hafi verið myrtir eða pyntaðir. Varlega áætlað er vel á annað hundrað þúsund manna saknað eftir að hafa horfið sporlaust í Mexíkó. Fáir finnast nokkru sinni, lífs eða liðnir.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“