Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 13:53 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu breytingu á veiðigjöldum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Hanna Katrín hóf fundinn á að benda á að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, hafi þjófstartað umræðu um breytingarnar í morgun. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem áform ríkisstjórnarinnar voru gagnrýnd. Þau myndu meðal annars leiða til þess að sjávarafurðir verði unnar erlendis og tekjur hins opinbera af þeim myndi dragast saman. „Komið þið sæl. Takk fyrir að koma hingað í dag en ég sé reyndar varðandi þetta mál af fréttaflutningi að SFS hefur ekki getað beðið, ekki getað hamið sig. Það er í fínu lagi og ég skil það vel, þetta er alþekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni,“ sagði Hanna Katrín áður en hún hóf kynningu sína á frumvarpsdrögum um breytingu á lögum um veiðigjald. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leiðrétting frekar en hækkun Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlátt auðlindagjald og þetta mál sé leið að því markmiði. Breytingar á veiðigjaldinu muni skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verði meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land með sérstakri áherslu á brýnar vegbætur á landsbyggðinni. „Sjálfar breytingarnar, þær snúast eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti. Reiknireglan verður áfram sú sama. Af hagnaði útgerða fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum að tryggja að greiðsla þeirra fyrir aðgang að auðlindinni sé sanngjörn og endurspegli raunverulegt verðmæti fiskaflans.“ Lengi hafi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila væri lægra en markaðsverð. „Skoðun okkar staðfestir þetta og við höfum því ákveðið að bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því að miða við markaðsverð fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk, þar sem það er ekki til virkur markaður með þær sjávarafurðir hér á landi.“ Tíu milljarðar á ári Hanna Katrín segir að útreikningar sýni að miðað við raunverulegt aflaverðmæti hefðu veiðigjöld í fyrra verið tæplega sex milljörðum hætti fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl. „Gjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt að vera átján til tuttugu milljarðar. Mun þessi leiðrétting hafa hamlandi áhrif á útgerðina? Miðað við árið 2023 hefði EBITDA rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það má því fullyrða að rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira