Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 20:51 Storknað hraun við Svartsengi en kvika heldur áfram að streyma inn í kvikusöfnunarhólf undir svæðinu. Kvikumagn í hólfinu hefur ekki verið meira síðan 2023. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira