Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2025 15:53 Það var þétt eftirlit með miðborginni í nótt. Myndin er af vettvangi á föstudag. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10