Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 00:21 Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Vísir/Bjarni Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu. Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“ Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“
Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira