Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 00:21 Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Vísir/Bjarni Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu. Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“ Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Ofbeldi á meðal barna í Breiðholtsskóla hefur verið áberandi undanfarið og hefur borið á því að börn treysti sér ekki út eða í skólann. Sumir foreldrar hafa jafnvel tekið börn sín úr skólanum og í skóla í öðrum hverfum. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri haldi hverfinu í heljargreipum. Hópur foreldra ákvað að taka saman höndum á dögunum og gengu sitt fyrsta foreldrarölt sem hópur um hverfið þegar að skólaball fór fram í fyrradag. Ásta Birna Björnsdóttir, formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla, vonast að um sé að ræða upphafið að einhverju farsælu fyrir bæði börn og foreldra. „Þessi hópur verður til núna, það er foreldri sem á þetta frumkvæði og það myndast bara einhver kraftur og fólk var reiðubúið að leggja sitt að mörkum. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að virkja núna og mikilvægt að foreldrar leggi sitt af mörkum. Foreldrar eru lykillinn.“ Um tuttugu manns tóku þátt í röltinu á miðvikudaginn og hafa fleiri sýnt framtakinu áhuga síðan þá. „Við erum ekkert að stíga inn í eitthvað sem við sjáum en erum til staðar ef að þörf er. Og hvernig er framhaldið hjá ykkur núna? „Framhaldið er að setja niður og skipuleggja foreldrarölt þar sem foreldrar geta meldað sig og mætt. Byggja það upp og halda áfram.“ Mikilvægt sé að foreldrar styrki böndin sín á milli og sýni samúð og ábyrgð í verki. „Það er náttúrulega margt búið að ganga á. Það að foreldrar séu tilbúnir að stíga fram og leggja sitt að mörkum er það sem við þurfum núna.“
Ofbeldi barna Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira