Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 15:56 Trump með mynd af F-47 í bakgrunni. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira