„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 14:30 Finnur Freyr vonast eftir öðrum bikarmeistaratitlinum með Val, og þeim fjórða í heildina. Vísir / Diego „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira