Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 19:15 Finnur Freyr stýrir Val í bikarúrslitum við KR á morgun en árið 2018 horfði hann vonleysisaugum á þáverandi lið sitt KR skíttapa í bikarúrslitum. Vísir/Samsett Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira