Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Árni Sæberg skrifar 20. mars 2025 14:43 Agnes Kristínardóttir er yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21