Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 20. mars 2025 11:00 Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp. 1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands. 2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér. 3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn. 4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi. 5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki. 6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel. 7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Bókun 35 Alþingi Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp. 1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands. 2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér. 3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn. 4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi. 5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki. 6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel. 7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar