Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 20:48 Liv Bergþórsdóttir segir sögu Guðjóns Más Guðjónssonar um uppbyggingu hans á Nova vera sögufölsun. VEX/Stöð 2 Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nova, segir yfirlýsingar Guðjóns Más Guðjónssonar, stofnanda OZ og Íslandssíma, um aðkomu hans að uppbyggingu Nova vera sögufölsun og trúi hann því sjálfur stappi það „nærri siðblindu“. Guðjón Már fór yfir feril sinn í hlaðvarpsþættinum Íslenska drauminum og lýsti því þar hvernig hann tók að sér að stofna Nova fyrir Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, árið 2004. Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. „Nova var stofnað eftir að ég hitti á Bjögga og Novator menn á landsleik úti í Búlgaríu. Við pitch-um hugmyndinni að það væri hægt að setja upp 3G-fjarskiptanet mjög hratt með því að vinna með Orkuveitunni,“ segir Guðjón í þættinum. Guðjón stofnaði Íslandssíma árið 1998 en seldi sig út úr félaginu eftir hrun á fjármálamörkuðum. Sameinað félag Íslandssíma og Tal varð að Og Vodafone í apríl 2003. Vodafone hafi sofnaði á verðinum um það leyti „sem varð til þess að það kom hvati að stofnun Nova,“ segir Guðjón. Hann lýsir því síðan hvernig hann byggði upp Nova í tvö ár áður en hann afhenti Novator félagið. Liv og Jóakim hafi þá tekið við keflinu og byggt upp fjarskiptafyrirtækið. Ætlar ekki að sitja undir sögufölsun Liv Bergþórsdóttir, sem var forstjóri Nova í ellefu ár frá stofnun til 2018, hefur birt færslu á LinkedIn til að bregðast við yfirlýsingum Guðjóns. Hún segir margt sem hann segir í viðtalinu kolrangt og sé hún tilneydd til að leiðrétta það. „En það sem hann segir þarna opinberlega er sögufölsun og það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur. Undir þessu ætla ég ekki að sitja enda veit ég að félagar mínir í stofnun Nova, Joakim Reynisson og Björgólfur Thor og aðrir sem að uppbyggingunni komu taka undir með mér,“ segir hún í færslunni. Novator hafi gert „nákvæmlega það sama á Íslandi og þeir voru þegar að gera í 3G fjarskiptum erlendis,“ segir hún í færslunni. Hún segir Jóakim hafa unnið hjá Novator á þessum tíma. „Guðjón Már kom ekki með hugmyndina að Nova, hann kom ekki að því að móta stefnu félagsins og hann skapaði ekki vörumerkið Nova. Þá kom hann heldur ekki að uppbyggingu félagsins né rekstri þess nema sem verktaki í gegnum félag sitt Industria,“ segir hún. Vill ekki að boðið sé upp á sögufölsun Áhugi Guðjóns á verkefninu hafi verið öllum ljós að sögn Livar en hugmyndir hans ekki fallið að áformum Novator. Því hafi hún og Jóakim verið ráðin í verkefnið. Hún segist hafa unnið viðskiptaáætlun félagsins og leitt uppbyggingu þess ásamt Jóakim, starfsmönnum Novator og öðru góðu fólki. Guðjón Már hafi stofnað félagið Industria og Nova gert við hann þjónustusamning um uppsetningu fyrstu 3G-senda Nova. „Við áttum mjög gott samstarf við hann og félaga hans í Industria enda unnu þeir gott verk við að koma upp sendum félagsins. Guðjón hafði einnig mikinn áhuga á að vinna að efnisveitu fyrir Nova en ákvörðun var tekin um að fara aðrar leiðir,“ segir hún í færslunni. „Saga Nova og uppbygging fyrirtækisins er flestum sem til þekkja vel kunn. Öðrum sem minna þekkja til vil ég ekki að sé boðið upp á svona sögufölsun,“ segir Liv. Leitt að heyra fólk eigna sér afrek annarra Margrét Tryggvadóttir, núverandi forstjóri Nova, deilir færslunni og segir Liv og Jóakim vera einstaka leiðtoga sem hafi alið Nova-liðið vel upp. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að taka þátt í vegferð Nova og leitt að lesa þegar aðrir ætla að eigna sér afrek annarra,“ skrifar hún. Fjöldi fólks hefur brugðist vel við færslu Livar, þar á meðal Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1; Guðrún Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Rue de Net; Arndís Kristjánsdóttir, eigandi Krambers og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Novaþ Nova Fjarskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Guðjón Már fór yfir feril sinn í hlaðvarpsþættinum Íslenska drauminum og lýsti því þar hvernig hann tók að sér að stofna Nova fyrir Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, árið 2004. Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. „Nova var stofnað eftir að ég hitti á Bjögga og Novator menn á landsleik úti í Búlgaríu. Við pitch-um hugmyndinni að það væri hægt að setja upp 3G-fjarskiptanet mjög hratt með því að vinna með Orkuveitunni,“ segir Guðjón í þættinum. Guðjón stofnaði Íslandssíma árið 1998 en seldi sig út úr félaginu eftir hrun á fjármálamörkuðum. Sameinað félag Íslandssíma og Tal varð að Og Vodafone í apríl 2003. Vodafone hafi sofnaði á verðinum um það leyti „sem varð til þess að það kom hvati að stofnun Nova,“ segir Guðjón. Hann lýsir því síðan hvernig hann byggði upp Nova í tvö ár áður en hann afhenti Novator félagið. Liv og Jóakim hafi þá tekið við keflinu og byggt upp fjarskiptafyrirtækið. Ætlar ekki að sitja undir sögufölsun Liv Bergþórsdóttir, sem var forstjóri Nova í ellefu ár frá stofnun til 2018, hefur birt færslu á LinkedIn til að bregðast við yfirlýsingum Guðjóns. Hún segir margt sem hann segir í viðtalinu kolrangt og sé hún tilneydd til að leiðrétta það. „En það sem hann segir þarna opinberlega er sögufölsun og það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur. Undir þessu ætla ég ekki að sitja enda veit ég að félagar mínir í stofnun Nova, Joakim Reynisson og Björgólfur Thor og aðrir sem að uppbyggingunni komu taka undir með mér,“ segir hún í færslunni. Novator hafi gert „nákvæmlega það sama á Íslandi og þeir voru þegar að gera í 3G fjarskiptum erlendis,“ segir hún í færslunni. Hún segir Jóakim hafa unnið hjá Novator á þessum tíma. „Guðjón Már kom ekki með hugmyndina að Nova, hann kom ekki að því að móta stefnu félagsins og hann skapaði ekki vörumerkið Nova. Þá kom hann heldur ekki að uppbyggingu félagsins né rekstri þess nema sem verktaki í gegnum félag sitt Industria,“ segir hún. Vill ekki að boðið sé upp á sögufölsun Áhugi Guðjóns á verkefninu hafi verið öllum ljós að sögn Livar en hugmyndir hans ekki fallið að áformum Novator. Því hafi hún og Jóakim verið ráðin í verkefnið. Hún segist hafa unnið viðskiptaáætlun félagsins og leitt uppbyggingu þess ásamt Jóakim, starfsmönnum Novator og öðru góðu fólki. Guðjón Már hafi stofnað félagið Industria og Nova gert við hann þjónustusamning um uppsetningu fyrstu 3G-senda Nova. „Við áttum mjög gott samstarf við hann og félaga hans í Industria enda unnu þeir gott verk við að koma upp sendum félagsins. Guðjón hafði einnig mikinn áhuga á að vinna að efnisveitu fyrir Nova en ákvörðun var tekin um að fara aðrar leiðir,“ segir hún í færslunni. „Saga Nova og uppbygging fyrirtækisins er flestum sem til þekkja vel kunn. Öðrum sem minna þekkja til vil ég ekki að sé boðið upp á svona sögufölsun,“ segir Liv. Leitt að heyra fólk eigna sér afrek annarra Margrét Tryggvadóttir, núverandi forstjóri Nova, deilir færslunni og segir Liv og Jóakim vera einstaka leiðtoga sem hafi alið Nova-liðið vel upp. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að taka þátt í vegferð Nova og leitt að lesa þegar aðrir ætla að eigna sér afrek annarra,“ skrifar hún. Fjöldi fólks hefur brugðist vel við færslu Livar, þar á meðal Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1; Guðrún Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Rue de Net; Arndís Kristjánsdóttir, eigandi Krambers og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Novaþ
Nova Fjarskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira