Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 18. mars 2025 14:41 Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra var flogið til Bolungarvíkur fyrr í dag til að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún veit ekki hvort sérsveitin sé enn að störfum fyrir vestan, og segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Málið sé á forræði lögreglunnar á Vestfjörðum. Enginn handtekinn Mbl.is greindi fyrst frá málinu, og hefur eftir Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Ísafirði, að talið sé að hættuástandi hafi verið afstýrt. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að nokkur hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Von sé á tilkynningu frá lögreglu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ekki talið tengjast aðgerðum í grunnskólanum Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst frá skólastjóra grunnskólans í Bolungarvík þar sem greint er frá heimsókn tveggja lögreglumanna í skólann. Í honum segir að ekki hafi myndast ógnvænleg aðstaða í skólanum þrátt fyrir „ákveðnar aðstæður“ í bænum. „Með tilliti til bæði pósta og símtala sem við höfum fengið, viljum við fyrirbyggja allan misskilning og upplýsa ykkur um að tveir lögreglumenn komu í skólann í morgun í leit að ákveðnum upplýsingum. Staðan var ekki metin ógnvænleg fyrir neina hér í skólanum þó svo að ákveðnar aðstæður hafi myndast í bænum þegar líða tók á daginn. Okkar viðbrögð hafa tekið mið af ráðleggingum lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í þessum pósti. Helgi segir að hann telji ekki að vera sérsveitarinnar í Bolungarvík tengist heimsókn lögreglu í grunnskólann með nokkrum hætti, þrátt fyrir að mál geti tengst út og suður í litlum bæjum á borð við Bolungarvík. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún veit ekki hvort sérsveitin sé enn að störfum fyrir vestan, og segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Málið sé á forræði lögreglunnar á Vestfjörðum. Enginn handtekinn Mbl.is greindi fyrst frá málinu, og hefur eftir Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Ísafirði, að talið sé að hættuástandi hafi verið afstýrt. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að nokkur hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Von sé á tilkynningu frá lögreglu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ekki talið tengjast aðgerðum í grunnskólanum Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst frá skólastjóra grunnskólans í Bolungarvík þar sem greint er frá heimsókn tveggja lögreglumanna í skólann. Í honum segir að ekki hafi myndast ógnvænleg aðstaða í skólanum þrátt fyrir „ákveðnar aðstæður“ í bænum. „Með tilliti til bæði pósta og símtala sem við höfum fengið, viljum við fyrirbyggja allan misskilning og upplýsa ykkur um að tveir lögreglumenn komu í skólann í morgun í leit að ákveðnum upplýsingum. Staðan var ekki metin ógnvænleg fyrir neina hér í skólanum þó svo að ákveðnar aðstæður hafi myndast í bænum þegar líða tók á daginn. Okkar viðbrögð hafa tekið mið af ráðleggingum lögreglunnar á Vestfjörðum,“ segir í þessum pósti. Helgi segir að hann telji ekki að vera sérsveitarinnar í Bolungarvík tengist heimsókn lögreglu í grunnskólann með nokkrum hætti, þrátt fyrir að mál geti tengst út og suður í litlum bæjum á borð við Bolungarvík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent