Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 14:33 Paul Young sló rækilega í gegn á níunda áratugnum. Getty Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi. Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Sjá meira
Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi.
Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Sjá meira