Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 14:33 Paul Young sló rækilega í gegn á níunda áratugnum. Getty Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi. Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi.
Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira