Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 16. mars 2025 20:01 Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun