Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2025 20:07 Julio Barbo reiðkennari frá Portúgal og Olil Amble, sem er ein af sýningahöldurunum sýningarinnar 22. mars í Horseday höllinni á Ingólfshvoli í Ölfusi. Stóðhesturinn Álfgrímur 14. vetra er með þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins. Það eru stífar æfingar hér reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóa hjá knöpum og hestum alla daga fram að sýningunni um næstu helgi en sýningin fer fram í Horseday höllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 22. mars. Sýnikennsla verður yfir daginn og galasýning um kvöldið. Reiðkennari frá Portúgal er mættur til landsins til að kenna knöpum og hestum allt varðandi skrautreið en það er Julio Barbo frá Portúgal. Olil Amble og Bergur Jónsson hjá Gangmyllunni í Syðri – Gegnishólum sjá um allt í kringum sýninguna með góðu fólki í kringum sig. „Já við verðum með munsturreið þar og við erum reyndar með mörg fleiri æfð atriði og bara stóra sýningu. Kennslusýningu yfir daginn þar sem við erum að reyna að sýna fram á góðar og skemmtilegar þjálfunaraðferðir og um kvöldið verðum við með sýningu þar sem margir af okkar helstu knöpum koma fram og sýna hesta sína. Og við verðum með leikin atriði, við erum til dæmis að setja upp Skúlaskeið,” segir Olil. Reiðfötin mátuð en hér eru þær frá vinstri, Berglind Magnúsdóttir, klæðskerameistari, Elín Holst knapi, Helga I. Stefánsdóttir, búningahönnuður, Olil Amble knapi og Rúna Einarsdóttir, sem er sérlegur aðstoðarmaður hópsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki nóg að sitja hestinn og stýra honum, nei útlit knapans þarf að vera flott og því hafa verið saumaðir sérstakir jakkar með klút og merki eins og reiðfatnaður var um 1940. Og þú hátt heiðurinn af þessu Helga eða hvað? „Ég var eitthvað að koma að þessu Þetta hefur verið mjög, mjög skemmtilegt verkefni, “ segir Helga I. Stefánsdóttir, búningahönnuður. Bergur Jónsson í mátun hjá þeim Helgu og Berglindi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitt af atriðum sýningarinnar snýst um Julio og hvernig hann dansar hálfpartinn við stóðhestinn Álfgrím frá Syðri Gegnishólum í taumhringsvinnu. Það atriði mun væntanlega vekja mikla athygli. Svo var Álfgrímur orðin svangur og vildi komast í veitingarnar með knöpunum en það gekk ekki, hann þyrfti að láta heytugguna sína duga. Álfgrímur var orðin svo svangur á einni æfingunni og vildi komast í veitingarnar með knöpunum en það gekk ekki, hann þyrfti að láta heytugguna sína duga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér geta áhugasamir keypt miða á sýninguna Hestar Landbúnaður Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Það eru stífar æfingar hér reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóa hjá knöpum og hestum alla daga fram að sýningunni um næstu helgi en sýningin fer fram í Horseday höllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 22. mars. Sýnikennsla verður yfir daginn og galasýning um kvöldið. Reiðkennari frá Portúgal er mættur til landsins til að kenna knöpum og hestum allt varðandi skrautreið en það er Julio Barbo frá Portúgal. Olil Amble og Bergur Jónsson hjá Gangmyllunni í Syðri – Gegnishólum sjá um allt í kringum sýninguna með góðu fólki í kringum sig. „Já við verðum með munsturreið þar og við erum reyndar með mörg fleiri æfð atriði og bara stóra sýningu. Kennslusýningu yfir daginn þar sem við erum að reyna að sýna fram á góðar og skemmtilegar þjálfunaraðferðir og um kvöldið verðum við með sýningu þar sem margir af okkar helstu knöpum koma fram og sýna hesta sína. Og við verðum með leikin atriði, við erum til dæmis að setja upp Skúlaskeið,” segir Olil. Reiðfötin mátuð en hér eru þær frá vinstri, Berglind Magnúsdóttir, klæðskerameistari, Elín Holst knapi, Helga I. Stefánsdóttir, búningahönnuður, Olil Amble knapi og Rúna Einarsdóttir, sem er sérlegur aðstoðarmaður hópsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki nóg að sitja hestinn og stýra honum, nei útlit knapans þarf að vera flott og því hafa verið saumaðir sérstakir jakkar með klút og merki eins og reiðfatnaður var um 1940. Og þú hátt heiðurinn af þessu Helga eða hvað? „Ég var eitthvað að koma að þessu Þetta hefur verið mjög, mjög skemmtilegt verkefni, “ segir Helga I. Stefánsdóttir, búningahönnuður. Bergur Jónsson í mátun hjá þeim Helgu og Berglindi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitt af atriðum sýningarinnar snýst um Julio og hvernig hann dansar hálfpartinn við stóðhestinn Álfgrím frá Syðri Gegnishólum í taumhringsvinnu. Það atriði mun væntanlega vekja mikla athygli. Svo var Álfgrímur orðin svangur og vildi komast í veitingarnar með knöpunum en það gekk ekki, hann þyrfti að láta heytugguna sína duga. Álfgrímur var orðin svo svangur á einni æfingunni og vildi komast í veitingarnar með knöpunum en það gekk ekki, hann þyrfti að láta heytugguna sína duga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér geta áhugasamir keypt miða á sýninguna
Hestar Landbúnaður Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira