Arne Slot getur þarna unnið sinn fyrsta titil sem knattspyrnustjóri Liverpool en Liverpool hefur samt titil að verja því liðið vann enska deildabikarinn undir stjórn Jürgen Klopp í fyrra.
Slot vann titil á tveimur síðustu tímabilum sínum með Feyenoord, hollenska bikarinn í fyrra og hollenska meistaratitilinn árið á undan.
Liverpool og Slot þekkja það að vinna titla síðustu ár en sömu sögu er ekki að segja af mótherjum þeirra í Newcastle.
Stuðningsmenn Newcastle hafa þurft að bíða eftir titli í 56 ár.
Það eru líka tíu ár síðan eitthvað annað lið en Manchester City, Manchester United eða Liverpool hafa unnið enska deildabikarinn.
Síðasti titill Newcastle kom í hús þear liðið vann Inter-Cities Fairs Cup sem var Evrópukeppni fyrri tíma sem entist ekki lengi.
Síðasti titill félagsins í enska boltanum var aftur á móti enski bikarinn sem liðið vann 1955 eða fyrir sjötíu árum síðan.
Þetta er annar úrslitaleikurinn sem Eddie Howe kemur Newcastle liðinu í en liðið tapaði fyrir Manchester United í úrslitaleik enska deildabikarsins fyrir tveimur árum.
Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verðu fylgst með honum hér á Vísi.