Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar 15. mars 2025 21:01 Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel, þar sem löggjafarstarf fólst í að innleiða tilskipanir erlends konungsvalds samhliða því að kveða upp harða dóma yfir smælingjum sem í neyð sinni höfðu tekið snæri eða fiskroð sér til lífsbjargar. Um þetta má lesa í alþingisbókum sem til eru á prenti og víða aðgengilegar. Niðurlæging Sovét-„lýðveldanna“ á 20. öld birtist daglega í lyginni um að þau væru sjálfstæð og lýðræðisleg, því þjóðþing þeirra voru innantómar skeljar og öll raunveruleg völd voru í höndum kommúnistaflokksins sem var undir stjórn Moskvu. Ef leiðtogar þessara þjóða sýndu óhlýðni, sbr. t.d. Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968, gripu Sovétríkin til hernaðaríhlutunar. Þjóðþingin, eins og Volkskammer í Austur-Þýskalandi eða Sejm í Póllandi, settu vissulega lög, en þau voru öll ákveðin af valdaflokknum, sem hélt um alla þræði og gætti þess að engir utanaðkomandi óþægilegir menn kæmust nærri þessu valdi. Umræður voru táknrænar og andstöðuatkvæði höfðu engin raunveruleg áhrif. Þessi ríki gátu státað af fallegum stjórnarskrárákvæðum um lýðræði og mannréttindi, en í raun voru öll völd í höndum lokaðrar flokks-klíku, sem hafði meiri áhuga á að verja eigin hagsmuni en hagsmuni almennings. Dómstólar voru ekki sjálfstæðir og voru notaðir til að þagga niður í stjórnarandstæðingum. Ritskoðun var algjör og fjölmiðlar voru notaðir sem áróðurstæki. Saga þjóðanna var endurskrifuð til að samræmast hugmyndum valdhafa og eyða þjóðlegum hefðum sem gengu gegn ríkjandi hugmyndafræðilegri kreddu. Í stuttu máli höfðu þessi ríki ásýnd sjálfstæðra ríkja með sínar eigin ríkisstjórnir, en í reynd voru þær aðeins leppstjórnir, framlenging á valdinu í Moskvu. Allt framangreint kemur upp í hugann þegar skoðuð er mynd af embættismönnunum í sameiginlegu EES nefndinni sem fyrr í þessari viku hittust til að „segja JÁ“ (aldrei „NEI“) við þykkum bunka af regluverki frá valdinu í Brussel, en samtals voru í bunkanum 79 reglugerðir og tilskipanir frá ESB. Í framhaldinu verða sumar þeirra sendar Alþingi til samþykktar, formsins vegna, en aðrar þurfa engan gúmmístimpil þaðan. Hvert er þá hlutverk Alþingis í þessu ferli? Getur það neitað að samþykkja? Í leit að svörum er nærtækast að rifja upp hvað sagt var þegar þriðji orkupakkinn barst Alþingi til samþykktar árið 2019: Þá var sagt „útilokað“ að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. Í viðtali við Rúv bætti fræðimaður í Evrópurétti við: „Það er náttúrulega nú þegar búið að semja á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafarinnar í EES-samninginn og við fengum ákveðnar undanþágur“ [...]] „Það myndi því ekki skila neinu að senda málið aftur þangað.“ Þarna er verið að lýsa mulningsvél, en ekki sjálfstæðu, lýðræðislegu lagasetningarferli. Mikilvægt er að rifja þetta upp núna þegar Alþingi hyggst samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem gerir varnir Íslands enn veikari en áður og mun auðvelda umbyltingu raforkumarkaðar hérlendis með stórfelldi hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja, en þegar munu vera komnar fram 36 eða 37 umsóknir um vindorkugarða víðsvegar um landið og allir þessir garðar nema 2 munu verða í eigu erlendra aðila. Í þessu ljósi er mögulega hægt að ímynda sér hvaðan þrýstingurinn kemur á alþingismenn að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst. Ásýnd Íslands mun breytast hratt þegar farið verður að „teppaleggja“ landið með vindorkugörðum. Fjárfestar og erlend stórfyrirtæki munu hagnast en lífskjör almennings skerðast, „þökk“ sé kjörnum þingfulltrúum þessa sama almennings. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Evrópusambandið EES-samningurinn Þriðji orkupakkinn Bókun 35 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel, þar sem löggjafarstarf fólst í að innleiða tilskipanir erlends konungsvalds samhliða því að kveða upp harða dóma yfir smælingjum sem í neyð sinni höfðu tekið snæri eða fiskroð sér til lífsbjargar. Um þetta má lesa í alþingisbókum sem til eru á prenti og víða aðgengilegar. Niðurlæging Sovét-„lýðveldanna“ á 20. öld birtist daglega í lyginni um að þau væru sjálfstæð og lýðræðisleg, því þjóðþing þeirra voru innantómar skeljar og öll raunveruleg völd voru í höndum kommúnistaflokksins sem var undir stjórn Moskvu. Ef leiðtogar þessara þjóða sýndu óhlýðni, sbr. t.d. Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968, gripu Sovétríkin til hernaðaríhlutunar. Þjóðþingin, eins og Volkskammer í Austur-Þýskalandi eða Sejm í Póllandi, settu vissulega lög, en þau voru öll ákveðin af valdaflokknum, sem hélt um alla þræði og gætti þess að engir utanaðkomandi óþægilegir menn kæmust nærri þessu valdi. Umræður voru táknrænar og andstöðuatkvæði höfðu engin raunveruleg áhrif. Þessi ríki gátu státað af fallegum stjórnarskrárákvæðum um lýðræði og mannréttindi, en í raun voru öll völd í höndum lokaðrar flokks-klíku, sem hafði meiri áhuga á að verja eigin hagsmuni en hagsmuni almennings. Dómstólar voru ekki sjálfstæðir og voru notaðir til að þagga niður í stjórnarandstæðingum. Ritskoðun var algjör og fjölmiðlar voru notaðir sem áróðurstæki. Saga þjóðanna var endurskrifuð til að samræmast hugmyndum valdhafa og eyða þjóðlegum hefðum sem gengu gegn ríkjandi hugmyndafræðilegri kreddu. Í stuttu máli höfðu þessi ríki ásýnd sjálfstæðra ríkja með sínar eigin ríkisstjórnir, en í reynd voru þær aðeins leppstjórnir, framlenging á valdinu í Moskvu. Allt framangreint kemur upp í hugann þegar skoðuð er mynd af embættismönnunum í sameiginlegu EES nefndinni sem fyrr í þessari viku hittust til að „segja JÁ“ (aldrei „NEI“) við þykkum bunka af regluverki frá valdinu í Brussel, en samtals voru í bunkanum 79 reglugerðir og tilskipanir frá ESB. Í framhaldinu verða sumar þeirra sendar Alþingi til samþykktar, formsins vegna, en aðrar þurfa engan gúmmístimpil þaðan. Hvert er þá hlutverk Alþingis í þessu ferli? Getur það neitað að samþykkja? Í leit að svörum er nærtækast að rifja upp hvað sagt var þegar þriðji orkupakkinn barst Alþingi til samþykktar árið 2019: Þá var sagt „útilokað“ að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. Í viðtali við Rúv bætti fræðimaður í Evrópurétti við: „Það er náttúrulega nú þegar búið að semja á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafarinnar í EES-samninginn og við fengum ákveðnar undanþágur“ [...]] „Það myndi því ekki skila neinu að senda málið aftur þangað.“ Þarna er verið að lýsa mulningsvél, en ekki sjálfstæðu, lýðræðislegu lagasetningarferli. Mikilvægt er að rifja þetta upp núna þegar Alþingi hyggst samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem gerir varnir Íslands enn veikari en áður og mun auðvelda umbyltingu raforkumarkaðar hérlendis með stórfelldi hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja, en þegar munu vera komnar fram 36 eða 37 umsóknir um vindorkugarða víðsvegar um landið og allir þessir garðar nema 2 munu verða í eigu erlendra aðila. Í þessu ljósi er mögulega hægt að ímynda sér hvaðan þrýstingurinn kemur á alþingismenn að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst. Ásýnd Íslands mun breytast hratt þegar farið verður að „teppaleggja“ landið með vindorkugörðum. Fjárfestar og erlend stórfyrirtæki munu hagnast en lífskjör almennings skerðast, „þökk“ sé kjörnum þingfulltrúum þessa sama almennings. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun