Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar 13. mars 2025 21:31 Núna þegar við erum komin eina ferðina enn á innsogið vegna ofbeldisverka í samfélaginu þá veltir maður fyrir sér hver getur verið skýringin á þessu þegar við eigum svo marga sérfræðinga hér á landi í öllum þessum málaflokkum? Hvort að það sé ekki einmitt skýringin á þessu? Sérfræðivæðing, ofgreiningar, lyfjaát, bómullarvæðing, nefndir og ráð, starfshópar, og aðgerðarleysi? Ef við skoðum þetta í ljósi sögunnar kemur mér ekki á óvart og þá verður að segjast eins og er að þessi þróun sem á sér stað núna, hvort heldur hjá grunnskólabörnum eða sjálfráða einstaklingum sem fremja jafn hræðilegan glæp eins og að deyða mann, getur verið afleiðing af öllu þessu sem ég taldi upp hér að framan. Bíddu, var þetta ekki endastöðin? Það er stutt síðan þjóðfélagið fór á hvolf eftir morðið á Bryndísi Klöru og héldum við þá að við værum komin á endastöðina. En hvað var búið að ganga á þar áður? Jú, við vorum búin að halda stærstu réttarhöld Íslandssögunnar og það þurfti meira segja að færa þau í samkomusal í Grafarholti vegna fjölda þeirra ungu sakborninga sem áttu í hlut eða þetta fræga mál, B5-málið. Þar áður var búin að vera skotárás bæði í Úlfarsárdal og í Grafarvogi, hnífaárásir, ég gæti haldið lengi áfram, en hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi hér á landi? Það er nefnilega staðreyndin og við sem samfélag þurfum að horfa í okkar eigin barm því mörg af þessum ofbeldismálum sem hafa sett að okkur hroll í gegnum árin eru einstaklingar sem hafa verið í kerfinu frá blautu barnsbeini. Það vantaði ekki sérfræðingana sem voru í kringum þá og töluðu við þá yfir skrifborð, það veit ég fyrir víst því ég hef starfað á þessum vettvangi síðan 1994. Það getur ekki verið tilviljun að það gerist ítrekað að ég þekki ofbeldismennina þegar þeir eru orðnir fullorðnir, sem eru að setja að okkur hroll hérna úti í samfélaginu með sínum ofbeldisverkum. Getur það verið vegna þess að þeir voru í kerfinu þegar þeir voru börn, sem hafa jafnvel komist upp með að sprengja hvert úrræðið á fætur öðru, og fyrst og fremst vegna getuleysis að taka á þessum einstaklingum og það úrræði var alltof veikt. Youth offending team er sérsniðið að íslenskum veruleika Hér þarf engum lögum að breyta, það er hægt að dæma til fræðslu, meðferðar og skilayrða dóma með ýmsu móti og það rúmast innan 57. almennra hegningarlaga eða horfa til Bretlands og taka upp „youth offending team“ sem myndi vera sérsniðið fyrir íslenskan veruleika, það eina sem þarf er að fara út fyrir kassann og prufa og koma með nýja nálgun því hin stefnan sem við höfum verið að taka er orðin gjaldþrota. Svo annað að standa við að byggja sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda og fækka skrifborðum og fá sérhæfða einstaklinga sem hafa verið báðum megin við borðið í vinnu með þessa einstaklinga. En við ætlum að sigla þessu risastóra olíuskipi með laskaða skrúfu stefnulaust, en ekki að kafa niður af henni og laga og snúa stefnunni í annað og taka á þessum málaflokki með annarri nálgun eins og til að mynda með hugmyndafræðinni youth offending team eða PUK Politest ungdomsklub. Nei við ætlum að halda áfram að sérfræðivæða með fólki sem hefur aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna, það sem það hefur gert er að lesa bækur í háskóla og hlusta á aðra sérfræðinga og fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum. Síðan hefst sami söngurinn: samþætting aðila, það verða allir að koma að þessu, úr verður nefnd eða ráð og hvað svo? Gluggalaus fangaklefi Það er varla starfrækt eitt meðferðarheimili hér á landi fyrir börn í vanda og við setjum börn í gluggalausan fangaklefa í Hafnarfirði þegar við þurfum að neyðarvista. Þegar meðferðarheimilin voru sem flest voru heimilin 9 og vel að merkja vorum við 100.000 færri íbúar á landinu þá. Ég fer ekki ofan af því að þeir sem bera ábyrgð og stýra þessum málaflokki séu vanhæfir því bara ég, sem ólærður, sé það í hendi minni að miðað við þá fjölgun sem hefur átt sér stað bara á síðustu 20 árum ættum við ekki að hafa svona fá meðferðarheimili fyrir ungmenni í vanda. Sjálfur var ég olnbogabarn í skólakerfinu og var sendur í öll landshorn af því að ég gat ekki lesið mér til gagns sem barn. Ég sat fyrir framan alls konar sérfræðinga sem ég man ekki eitt nafn á í dag. En ég man eftir Páli gamla sem ég var sendur til sveitar sem sá mig og heyrði og kenndi mér til verka og ég gleymi aldrei orðum hans sem voru þessi: „Lífið bíður ekki upp á neinn afslátt, það er á fullu verði, þú getur ekki farið í gegnum það öðruvísi“ Þetta er eitthvað sem við ættum að fara að skoða þegar við erum að vinna með þessa einstaklinga og hætta að sjúkdómsmerkimiðavæða allt og gefa afslætti heldur fræða, ekki með því að stilla þeim á bak við skrifborð heldur með því að kenna „learning by doing“. Rugl að byggja fangelsi fyrir 14 milljarða Við eigum ekki að hugsa um að byggja 14 milljarða fangelsi, við eigum að einbeita okkur að ungum afbrotamönnum, taka okkur Dani til fyrirmyndar þar (PUK. politest ungdomsklub.) þar sem lögreglumenn taka að sér drengina eins og í Breiðholti í tilsjón. Að lokum. Ég fer ekki ofan af því að það ætti að innleiða það í lögreglunámið að ef þú ætlar að útskrifast sem lögreglumaður áttu að taka að þér svona drengi eða stúlkur eins og í Neðra-Breiðholti í tilsjón því ef það er ekki forvörn þá veit ég ekki hvað forvörn er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fangelsismál Meðferðarheimili Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Núna þegar við erum komin eina ferðina enn á innsogið vegna ofbeldisverka í samfélaginu þá veltir maður fyrir sér hver getur verið skýringin á þessu þegar við eigum svo marga sérfræðinga hér á landi í öllum þessum málaflokkum? Hvort að það sé ekki einmitt skýringin á þessu? Sérfræðivæðing, ofgreiningar, lyfjaát, bómullarvæðing, nefndir og ráð, starfshópar, og aðgerðarleysi? Ef við skoðum þetta í ljósi sögunnar kemur mér ekki á óvart og þá verður að segjast eins og er að þessi þróun sem á sér stað núna, hvort heldur hjá grunnskólabörnum eða sjálfráða einstaklingum sem fremja jafn hræðilegan glæp eins og að deyða mann, getur verið afleiðing af öllu þessu sem ég taldi upp hér að framan. Bíddu, var þetta ekki endastöðin? Það er stutt síðan þjóðfélagið fór á hvolf eftir morðið á Bryndísi Klöru og héldum við þá að við værum komin á endastöðina. En hvað var búið að ganga á þar áður? Jú, við vorum búin að halda stærstu réttarhöld Íslandssögunnar og það þurfti meira segja að færa þau í samkomusal í Grafarholti vegna fjölda þeirra ungu sakborninga sem áttu í hlut eða þetta fræga mál, B5-málið. Þar áður var búin að vera skotárás bæði í Úlfarsárdal og í Grafarvogi, hnífaárásir, ég gæti haldið lengi áfram, en hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi hér á landi? Það er nefnilega staðreyndin og við sem samfélag þurfum að horfa í okkar eigin barm því mörg af þessum ofbeldismálum sem hafa sett að okkur hroll í gegnum árin eru einstaklingar sem hafa verið í kerfinu frá blautu barnsbeini. Það vantaði ekki sérfræðingana sem voru í kringum þá og töluðu við þá yfir skrifborð, það veit ég fyrir víst því ég hef starfað á þessum vettvangi síðan 1994. Það getur ekki verið tilviljun að það gerist ítrekað að ég þekki ofbeldismennina þegar þeir eru orðnir fullorðnir, sem eru að setja að okkur hroll hérna úti í samfélaginu með sínum ofbeldisverkum. Getur það verið vegna þess að þeir voru í kerfinu þegar þeir voru börn, sem hafa jafnvel komist upp með að sprengja hvert úrræðið á fætur öðru, og fyrst og fremst vegna getuleysis að taka á þessum einstaklingum og það úrræði var alltof veikt. Youth offending team er sérsniðið að íslenskum veruleika Hér þarf engum lögum að breyta, það er hægt að dæma til fræðslu, meðferðar og skilayrða dóma með ýmsu móti og það rúmast innan 57. almennra hegningarlaga eða horfa til Bretlands og taka upp „youth offending team“ sem myndi vera sérsniðið fyrir íslenskan veruleika, það eina sem þarf er að fara út fyrir kassann og prufa og koma með nýja nálgun því hin stefnan sem við höfum verið að taka er orðin gjaldþrota. Svo annað að standa við að byggja sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda og fækka skrifborðum og fá sérhæfða einstaklinga sem hafa verið báðum megin við borðið í vinnu með þessa einstaklinga. En við ætlum að sigla þessu risastóra olíuskipi með laskaða skrúfu stefnulaust, en ekki að kafa niður af henni og laga og snúa stefnunni í annað og taka á þessum málaflokki með annarri nálgun eins og til að mynda með hugmyndafræðinni youth offending team eða PUK Politest ungdomsklub. Nei við ætlum að halda áfram að sérfræðivæða með fólki sem hefur aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna, það sem það hefur gert er að lesa bækur í háskóla og hlusta á aðra sérfræðinga og fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum. Síðan hefst sami söngurinn: samþætting aðila, það verða allir að koma að þessu, úr verður nefnd eða ráð og hvað svo? Gluggalaus fangaklefi Það er varla starfrækt eitt meðferðarheimili hér á landi fyrir börn í vanda og við setjum börn í gluggalausan fangaklefa í Hafnarfirði þegar við þurfum að neyðarvista. Þegar meðferðarheimilin voru sem flest voru heimilin 9 og vel að merkja vorum við 100.000 færri íbúar á landinu þá. Ég fer ekki ofan af því að þeir sem bera ábyrgð og stýra þessum málaflokki séu vanhæfir því bara ég, sem ólærður, sé það í hendi minni að miðað við þá fjölgun sem hefur átt sér stað bara á síðustu 20 árum ættum við ekki að hafa svona fá meðferðarheimili fyrir ungmenni í vanda. Sjálfur var ég olnbogabarn í skólakerfinu og var sendur í öll landshorn af því að ég gat ekki lesið mér til gagns sem barn. Ég sat fyrir framan alls konar sérfræðinga sem ég man ekki eitt nafn á í dag. En ég man eftir Páli gamla sem ég var sendur til sveitar sem sá mig og heyrði og kenndi mér til verka og ég gleymi aldrei orðum hans sem voru þessi: „Lífið bíður ekki upp á neinn afslátt, það er á fullu verði, þú getur ekki farið í gegnum það öðruvísi“ Þetta er eitthvað sem við ættum að fara að skoða þegar við erum að vinna með þessa einstaklinga og hætta að sjúkdómsmerkimiðavæða allt og gefa afslætti heldur fræða, ekki með því að stilla þeim á bak við skrifborð heldur með því að kenna „learning by doing“. Rugl að byggja fangelsi fyrir 14 milljarða Við eigum ekki að hugsa um að byggja 14 milljarða fangelsi, við eigum að einbeita okkur að ungum afbrotamönnum, taka okkur Dani til fyrirmyndar þar (PUK. politest ungdomsklub.) þar sem lögreglumenn taka að sér drengina eins og í Breiðholti í tilsjón. Að lokum. Ég fer ekki ofan af því að það ætti að innleiða það í lögreglunámið að ef þú ætlar að útskrifast sem lögreglumaður áttu að taka að þér svona drengi eða stúlkur eins og í Neðra-Breiðholti í tilsjón því ef það er ekki forvörn þá veit ég ekki hvað forvörn er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun