Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:30 Áslaug Arna segir um alvarlegan dómgreindarbrest að ræða, eða þaðan af verra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún. Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún.
Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira