Sex skjálftar yfir 3,0 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 14:35 Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þar á meðal í Grindavík sem er um tólf kílómetra austan við virknina. Veðurstofan Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að margar skjálftahrinur hafi átt sér stað á svæðinu síðan 2021 og að skjálftavirknin gæti haldið áfram með hléum. Engar skýrar vísbendingar eru um aflögun á svæðinu. Fram kemur að mestur ákafi hafi verið í hrinunni í upphafi þegar um fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. „Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt. Alls hafa mælst um 600 jarðskjálftar í hrinunni og þar af sex skjálftar yfir M3 að stærð. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þ.á.m. Grindavík sem er um 12 km austan við virknina. Hegðun hrinunnar hingað til sýnir að virknin getur dvínað og aukist svo skyndilega aftur. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Aflögunarmælingar síðustu daga sýna engar skýrar breytingar sem myndi benda til að kvikuhreyfingar valdi jarðskjálftahrinunni. Vísindafólk VÍ fylgist þó áfram náið með öllum tiltækum mælingum í kringum Reykjanestá, til að meta líklegustu orsök jarðskjálftahrinunnar,“ segir í færslunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að margar skjálftahrinur hafi átt sér stað á svæðinu síðan 2021 og að skjálftavirknin gæti haldið áfram með hléum. Engar skýrar vísbendingar eru um aflögun á svæðinu. Fram kemur að mestur ákafi hafi verið í hrinunni í upphafi þegar um fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. „Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt. Alls hafa mælst um 600 jarðskjálftar í hrinunni og þar af sex skjálftar yfir M3 að stærð. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þ.á.m. Grindavík sem er um 12 km austan við virknina. Hegðun hrinunnar hingað til sýnir að virknin getur dvínað og aukist svo skyndilega aftur. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Aflögunarmælingar síðustu daga sýna engar skýrar breytingar sem myndi benda til að kvikuhreyfingar valdi jarðskjálftahrinunni. Vísindafólk VÍ fylgist þó áfram náið með öllum tiltækum mælingum í kringum Reykjanestá, til að meta líklegustu orsök jarðskjálftahrinunnar,“ segir í færslunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10