Hörfa frá Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 09:51 Úkraínskir hermenn réðust skyndilega inn í Kúrsk síðasta sumar og hafa harðir bardagar átt sér stað þar síðan þá. AFP/Roman Pilipey Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. Eftir umfangsmikla bardaga síðan þá hafa Rússar, með aðstoð hermanna frá Norður-Kóreu rekið Úkraínumenn hægt og rólega aftur á bak í héraðinu. Á síðustu vikum hefur staða Úkraínumanna þar versnað töluvert. Nýverið komust Rússar nærri því að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Kúrsk en þeir hörfuðu áður en þeir voru umkringdir. Í morgun hefur myndefni sýnt rússneska hermenn draga rússneska fánann að húni í bænum Sudzha í Kúrsk, sem hefur lengi verið helsta vígi Úkraínumanna þar. Áður höfðu Rússar sótt hratt fram annarsstaðar í héraðinu. Rússneskir herbloggarar segja Úkraínumönnum hafa tekist að flytja sínar bestu sveitir á brott. Flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk séu tómar, að undanskildum einhverjum hermönnum sem hafi orðið eftir. Talið er að þessar reynslumestu sveitir hafi verið fluttar til austurhluta Úkraínu, þar sem staða Úkraínumanna hefur skánað nokkuð að undanförnu. Vopnahléstillaga á borð Rússa Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum tilkynntu í gær, eftir viðræður í Sádi-Arabíu, að erindrekar ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um vopnahléstillögu. Sú tillaga snýst um þrjátíu daga vopnahlé Hún verður á næstunni lögð á borð ráðamanna í Rússlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ætla að ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í vikunni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Í kjölfarið opnuðu Bandaríkjamenn aftur á flæði hernaðaraðstoðar til Úkraínu og byrjuðu sömuleiðis aftur að deila upplýsingum eing og gervinhnattamyndum, hlerunum og annarskonar eftirlitsgögnum með Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í gær ávarp þar sem ítrekaði að Úkraínumenn hefðu frá upphafi þessa stríðs leitast eftir friði. Þeir vildu gera allt til að tryggja frið, sem bjóði ekki upp á nýtt stríð í framtíðinni. I received a report from our delegation on their meeting with the American team in Saudi Arabia. The discussion lasted most of the day and was good and constructive—our teams were able to discuss many important details.Our position remains absolutely clear: Ukraine has been… pic.twitter.com/7EZXTVA52C— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 11, 2025 Fyrstu viðbrögð frá Rússlandi gefa þó til kynna að þar á bæ sé ekki mikill áhugi fyrir því að samþykkja vopnahléstillöguna. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að afstaða Rússlands myndi ekki ráðast af samþykktum annarra aðila en Rússa. Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að nú væri beðið eftir skilaboðum frá Bandaríkjunum. Ekki væri hægt að taka ákvörðun fyrr en frekari upplýsingar hefðu borist. Heimildarmenn Reuters í Kreml segja Pútín ólíklegan til að samþykkja vopnahlé að svo stöddu, eins og tillagana líti út í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. 11. mars 2025 14:50 Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. 11. mars 2025 07:11 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48 Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10. mars 2025 18:11 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Eftir umfangsmikla bardaga síðan þá hafa Rússar, með aðstoð hermanna frá Norður-Kóreu rekið Úkraínumenn hægt og rólega aftur á bak í héraðinu. Á síðustu vikum hefur staða Úkraínumanna þar versnað töluvert. Nýverið komust Rússar nærri því að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Kúrsk en þeir hörfuðu áður en þeir voru umkringdir. Í morgun hefur myndefni sýnt rússneska hermenn draga rússneska fánann að húni í bænum Sudzha í Kúrsk, sem hefur lengi verið helsta vígi Úkraínumanna þar. Áður höfðu Rússar sótt hratt fram annarsstaðar í héraðinu. Rússneskir herbloggarar segja Úkraínumönnum hafa tekist að flytja sínar bestu sveitir á brott. Flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk séu tómar, að undanskildum einhverjum hermönnum sem hafi orðið eftir. Talið er að þessar reynslumestu sveitir hafi verið fluttar til austurhluta Úkraínu, þar sem staða Úkraínumanna hefur skánað nokkuð að undanförnu. Vopnahléstillaga á borð Rússa Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum tilkynntu í gær, eftir viðræður í Sádi-Arabíu, að erindrekar ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um vopnahléstillögu. Sú tillaga snýst um þrjátíu daga vopnahlé Hún verður á næstunni lögð á borð ráðamanna í Rússlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ætla að ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í vikunni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Í kjölfarið opnuðu Bandaríkjamenn aftur á flæði hernaðaraðstoðar til Úkraínu og byrjuðu sömuleiðis aftur að deila upplýsingum eing og gervinhnattamyndum, hlerunum og annarskonar eftirlitsgögnum með Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í gær ávarp þar sem ítrekaði að Úkraínumenn hefðu frá upphafi þessa stríðs leitast eftir friði. Þeir vildu gera allt til að tryggja frið, sem bjóði ekki upp á nýtt stríð í framtíðinni. I received a report from our delegation on their meeting with the American team in Saudi Arabia. The discussion lasted most of the day and was good and constructive—our teams were able to discuss many important details.Our position remains absolutely clear: Ukraine has been… pic.twitter.com/7EZXTVA52C— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 11, 2025 Fyrstu viðbrögð frá Rússlandi gefa þó til kynna að þar á bæ sé ekki mikill áhugi fyrir því að samþykkja vopnahléstillöguna. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að afstaða Rússlands myndi ekki ráðast af samþykktum annarra aðila en Rússa. Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að nú væri beðið eftir skilaboðum frá Bandaríkjunum. Ekki væri hægt að taka ákvörðun fyrr en frekari upplýsingar hefðu borist. Heimildarmenn Reuters í Kreml segja Pútín ólíklegan til að samþykkja vopnahlé að svo stöddu, eins og tillagana líti út í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. 11. mars 2025 14:50 Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. 11. mars 2025 07:11 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48 Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10. mars 2025 18:11 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. 11. mars 2025 14:50
Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. 11. mars 2025 07:11
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48
Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10. mars 2025 18:11