Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2025 10:01 Alex Greenwood sér á eftir Gareth Taylor sem var látinn fara frá Manchester City í fyrradag. getty/Richard Sellers Alex Greenwood, fyrirliði Manchester City, er í áfalli eftir að knattspyrnustjóra liðsins, Gareth Taylor, var sagt upp. Hún treystir þó ákvörðun félagsins. Taylor var rekinn frá City á mánudaginn, aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins. Nick Cushing stýrir City út tímabilið. Greenwood var brugðið eftir brottrekstur Taylos en segist ekki þurfa frekari útskýringu á ákvörðun City. „Nei, því ég er hér á hverjum degi og vinn með starfsfólkinu og leikmönnunum alla daga svo ég treysti ákvörðun félagsins. Ég vil ekki að neinn missi starfið sitt en þetta er ákvörðun sem var tekin og við verðum að treysta henni. Við verðum að horfa fram á veginn og við eigum bikarúrslitaleik á laugardaginn. Einbeitingin fer á hann,“ sagði Greenwood. „Þetta var mikið að ná utan um, mikið að melta. Hlutverk mitt sem fyrirliði er að fá liðið saman og sjá til þess að einbeitingin sé sú sama, sem er á úrslitaleikinn á laugardaginn og leikina sem framundan eru. Ég var í áfalli eftir fréttirnar, að sjálfsögðu. Ég bjóst ekki við þessu en svona er bransinn og þetta er fótbolti.“ Taylor stýrði City í fimm ár og gerði liðið bæði að bikarmeisturum og deildabikarmeisturum. Cushing þekkir vel til hjá City en hann var stjóri liðsins á árunum 2013-20. Undir hans stjórn varð City Englandsmeistari 2016 og vann einnig bikarkeppnina einu sinni og deildabikarinn í tvígang. Greenwood, sem hefur leikið 96 leiki fyrir enska landsliðið, hefur verið í herbúðum City síðan 2020. Hún hefur ekkert spilað síðan hún meiddist á hné í desember á síðasta ári. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Taylor var rekinn frá City á mánudaginn, aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins. Nick Cushing stýrir City út tímabilið. Greenwood var brugðið eftir brottrekstur Taylos en segist ekki þurfa frekari útskýringu á ákvörðun City. „Nei, því ég er hér á hverjum degi og vinn með starfsfólkinu og leikmönnunum alla daga svo ég treysti ákvörðun félagsins. Ég vil ekki að neinn missi starfið sitt en þetta er ákvörðun sem var tekin og við verðum að treysta henni. Við verðum að horfa fram á veginn og við eigum bikarúrslitaleik á laugardaginn. Einbeitingin fer á hann,“ sagði Greenwood. „Þetta var mikið að ná utan um, mikið að melta. Hlutverk mitt sem fyrirliði er að fá liðið saman og sjá til þess að einbeitingin sé sú sama, sem er á úrslitaleikinn á laugardaginn og leikina sem framundan eru. Ég var í áfalli eftir fréttirnar, að sjálfsögðu. Ég bjóst ekki við þessu en svona er bransinn og þetta er fótbolti.“ Taylor stýrði City í fimm ár og gerði liðið bæði að bikarmeisturum og deildabikarmeisturum. Cushing þekkir vel til hjá City en hann var stjóri liðsins á árunum 2013-20. Undir hans stjórn varð City Englandsmeistari 2016 og vann einnig bikarkeppnina einu sinni og deildabikarinn í tvígang. Greenwood, sem hefur leikið 96 leiki fyrir enska landsliðið, hefur verið í herbúðum City síðan 2020. Hún hefur ekkert spilað síðan hún meiddist á hné í desember á síðasta ári.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira