Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir og Kolbrún Eggertsdóttir skrifa 13. mars 2025 08:02 Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum bættist okkur í HÍ góður liðsauki þegar að Silja Bára Ómarsdóttir rektorsframbjóðandi hóf störf sem stundakennari og síðar forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Við, sem stjórnsýslustarfsmenn höfum átt alveg einstaklega gott samstarf við Silju Báru frá upphafi, samstarf sem byggist á trausti og virðingu fyrir ólíkum hlutverkum í stjórnsýslu og akademíu. Reynsla Silju Báru innan HÍ er fjölbreytt og víðtæk. Hún hefur unnið að stjórnsýsluverkefnum með setu í ólíkum nefndum og vinnuhópum, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum. Reynsla okkar af því að vinna með henni hefur alla tíð verið góð, hún kemur undirbúin á fundi, hlustar á ólík sjónarmið og reynir ávallt að leita lausna ef uppi er ágreiningur, sem óhjákvæmilegt er í stórri stofnun. Silja Bára hefur því yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu skólans og mikilvægi hennar fyrir gangverk hans. Við höfum unnið mörg ólík verkefni með Silju Báru og eins við vitum eru ekki öll stjórnsýsluverkefni auðveld og skemmtileg. Þegar verkefnin eru flókin eða erfið er engin betri en Silja Bára sem gengur í verkin óhrædd. Hún er ósérhlífin og oft með marga bolta á lofti. Hún er skipulögð en ávallt tilbúin til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára er víðsýn og fljót að greina kjarnann frá hisminu og tekur ákvarðanir af yfirvegun og festu. Hún lýkur verkefnum innan settra tímamarka án þess að slá af gæðum. Hún er einstaklega fær í að greina styrkleika fólks og tengja saman ólíka aðila á árangursríkan hátt, nokkuð sem við höfum oft orðið vitni að og tekið þátt í. Málefni Háskóla Íslands, þá sérstaklega kennslu innan hans, eru henni hjartans mál. Hún hefur tekið frumkvæði í að þróa kennsluhætti og hefur hvoru tveggja unnið til kennsluverðlauna og miðlað þróunarstarfi sínu til samstarfsfólks. Sem stjórnsýslustarfsmenn með langa starfsreynslu höfum við ítrekað heyrt nemendur tala mjög hlýlega um Silju Báru við okkur og hennar þátt í þroska þeirra. Hún leggur áherslu á að nemendur njóti góðs af fjölbreyttum kennsluháttum og hefur sérstaklega lagt sig eftir að styðja þá við skrif á lokaritgerðum. Silja Bára er skemmtileg og hefur einstaklega hlýja nærveru sem er góður eiginleiki í fari leiðtoga. Hún sýnir fólki traust og leggur sig fram við að standa undir trausti. Nái hún kjöri verða starfsfólk og stúdentar HÍ í góðum höndum. Við mælum eindregið með að fólk kjósi Silju Báru til rektors. Höfundar eru starfsmenn í stjórnsýslu Félagsvísindasviðs.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun