Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 13:02 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað í morgun. Aðsend/Inga Dóra Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08
Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30