Danski dómarinn aftur á börum af velli Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 09:32 Jesper Madsen fór á börum af velli í leik Veszprém og Sporting í Meistaradeild Evrópu í Ungverjalandi 20. febrúar. Sagan endurtók sig í gær. EPA-EFE/Tamas Vasvari Í annað skiptið á skömmum tíma fékk danski dómarinn Jesper Madsen aðsvif og var fluttur á börum af velli, þegar Álaborg og lærisveinar Arnórs Atlasonar í Team Tvis Holstebro mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Madsen lagðist niður á gólfið þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður og lærisveinar Arnórs nýbúnir að komast í 24-22. Spenna var því í leiknum og fjölmennt í höllinni. Madsen var með meðvitund allan tímann en hann var fluttur af velli á börum og félagi hans, Mads Hansen, dæmdi einn það sem eftir var af leiknum sem lauk með 30-29 sigri Álaborgar. Myndband af atvikinu má sjá á vef TV 2 í Danmörku. Madsen var einnig borinn af velli í leik í Meistaradeild Evrópu 20. febrúar, á milli Íslendingaliðanna Veszprém og Sporting. „Miðað við það sem gerðist í Veszprém, þegar það leið næstum yfir hann í fyrsta skipti, þá líður honum verr í dag. Hann svimar svolítið meira. Hann situr úti í sjúkrabíl og er búinn að kasta upp. Hann virðist meira dasaður en síðast,“ sagði Mads Hansen í viðtali við TV 2 eftir að leiknum lauk. Hann sagði að búið væri að athuga hvort að um hjartavandamál væri að ræða en að svo virtist ekki vera. Madsen var svo fluttur á sjúkrahús í Álaborg til frekari rannsókna. Unfortunately the Danish referee Jesper Madsen once again has health problems. He is conscious. Mads Hansen the only ref for the rest of the match between Aalborg Håndbold and TTH Holstebro.#handball pic.twitter.com/i5esmj5JQA— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 8, 2025 Hansen, sem eins og fyrr segir kláraði að dæma leikinn í gær einn, segist hafa haft meiri áhyggjur núna en í leiknum í Ungverjalandi. Madsen sagðist sjálfur eftir þann leik aldrei hafa lent í neinu svipuðu. „Mér leið vel í aðdraganda leiksins. Það var ekkert að í þessar 29 mínútur sem ég dæmdi en svo var ég að líta upp og þegar ég ætlaði að horfa beint áfram þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður fær þegar maður stendur upp of hratt, og hún hætti bara ekki,“ sagði Madsen eftir leikinn í Veszprém. Þá fannst engin ástæða fyrir því hvernig Madsen leið og allar mælingar komu vel út fyrir utan að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Madsen lagðist niður á gólfið þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður og lærisveinar Arnórs nýbúnir að komast í 24-22. Spenna var því í leiknum og fjölmennt í höllinni. Madsen var með meðvitund allan tímann en hann var fluttur af velli á börum og félagi hans, Mads Hansen, dæmdi einn það sem eftir var af leiknum sem lauk með 30-29 sigri Álaborgar. Myndband af atvikinu má sjá á vef TV 2 í Danmörku. Madsen var einnig borinn af velli í leik í Meistaradeild Evrópu 20. febrúar, á milli Íslendingaliðanna Veszprém og Sporting. „Miðað við það sem gerðist í Veszprém, þegar það leið næstum yfir hann í fyrsta skipti, þá líður honum verr í dag. Hann svimar svolítið meira. Hann situr úti í sjúkrabíl og er búinn að kasta upp. Hann virðist meira dasaður en síðast,“ sagði Mads Hansen í viðtali við TV 2 eftir að leiknum lauk. Hann sagði að búið væri að athuga hvort að um hjartavandamál væri að ræða en að svo virtist ekki vera. Madsen var svo fluttur á sjúkrahús í Álaborg til frekari rannsókna. Unfortunately the Danish referee Jesper Madsen once again has health problems. He is conscious. Mads Hansen the only ref for the rest of the match between Aalborg Håndbold and TTH Holstebro.#handball pic.twitter.com/i5esmj5JQA— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 8, 2025 Hansen, sem eins og fyrr segir kláraði að dæma leikinn í gær einn, segist hafa haft meiri áhyggjur núna en í leiknum í Ungverjalandi. Madsen sagðist sjálfur eftir þann leik aldrei hafa lent í neinu svipuðu. „Mér leið vel í aðdraganda leiksins. Það var ekkert að í þessar 29 mínútur sem ég dæmdi en svo var ég að líta upp og þegar ég ætlaði að horfa beint áfram þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður fær þegar maður stendur upp of hratt, og hún hætti bara ekki,“ sagði Madsen eftir leikinn í Veszprém. Þá fannst engin ástæða fyrir því hvernig Madsen leið og allar mælingar komu vel út fyrir utan að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira