Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2025 20:06 Svavar G. Jónsson myndavélasafnari með meiru í Hafnarfirði á ótrúlega flott safn af myndavélum, sem eru til sýnis í sérstökum skápum á veitingastaðnum hans í Hafnarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall. Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira