Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2025 14:01 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun