Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 11:35 Maðurinn hefur komið sér fyrir á syllu mörgum metrum fyrir ofan jörðu og stendur þar með Palestínufána. AP Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025 Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025
Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira