Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson og Sigríður Mogensen skrifa 7. mars 2025 18:32 Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar