Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson og Sigríður Mogensen skrifa 7. mars 2025 18:32 Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun