Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 15:30 Ruben Amorim hefur stýrt Manchester United í 25 leikjum. Ellefu þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og tíu tapast. afp/ANDER GILLENEA Jamie Carragher gefur Ruben Amorim ekki háa einkunn fyrir frammistöðu hans í starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir að ekki einn leikmaður hafi bætt sig undir stjórn Amorims. Portúgalinn tók við United af Erik ten Hag í nóvember eftir að hafa gert frábæra hluti með Sporting í heimalandinu. Ekki hefur gengið vel hjá Rauðu djöflunum síðan Amorim var ráðinn. United hefur aðeins unnið fimm af sextán deildarleikjum undir hans stjórn og var slegið út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Í pistli sínum í The Telegraph fer Carragher ekki beint fögrum orðum um fjögurra mánaða stjóratíð Amorims hjá United. „Þetta er versta United lið sem ég man eftir. Það minnsta sem var hægt að búast við eftir að Amorim tók við var að liðið myndi líta út fyrir að vera betur þjálfað en það var hjá Ten Hag en það hefur ekki raungerst,“ skrifaði Carragher. „Leikmenn United hafa ekki brugðist vel við aðferðum hans. Hefur einhver leikmaður litið út fyrir að vera betri en hjá Ten Hag? Það er synda eða sökkva hjá einu stærsta félagi heims og núna er Amorim að drukkna í öldugangi meðalmennsku.“ Carragher bendir á nokkra stjóra sem hafa gert góða hluti hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa tekið við í erfiðri stöðu. Hann nefnir þar meðal annars Oliver Glasner, David Moyes og Nuno Espírito Santo. United tekur á móti Arsenal á sunnudaginn. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Portúgalinn tók við United af Erik ten Hag í nóvember eftir að hafa gert frábæra hluti með Sporting í heimalandinu. Ekki hefur gengið vel hjá Rauðu djöflunum síðan Amorim var ráðinn. United hefur aðeins unnið fimm af sextán deildarleikjum undir hans stjórn og var slegið út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Í pistli sínum í The Telegraph fer Carragher ekki beint fögrum orðum um fjögurra mánaða stjóratíð Amorims hjá United. „Þetta er versta United lið sem ég man eftir. Það minnsta sem var hægt að búast við eftir að Amorim tók við var að liðið myndi líta út fyrir að vera betur þjálfað en það var hjá Ten Hag en það hefur ekki raungerst,“ skrifaði Carragher. „Leikmenn United hafa ekki brugðist vel við aðferðum hans. Hefur einhver leikmaður litið út fyrir að vera betri en hjá Ten Hag? Það er synda eða sökkva hjá einu stærsta félagi heims og núna er Amorim að drukkna í öldugangi meðalmennsku.“ Carragher bendir á nokkra stjóra sem hafa gert góða hluti hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa tekið við í erfiðri stöðu. Hann nefnir þar meðal annars Oliver Glasner, David Moyes og Nuno Espírito Santo. United tekur á móti Arsenal á sunnudaginn. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira