Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 9. mars 2025 09:31 Þar sem ég sat á stól í Ými, nýju kaffihúsi hinnar nýju Eddu – húss íslenskra fræða, rifjaðist upp fyrir mér óviðjafnanleg sköpunarsaga norrænna manna. Úr hrímþursinum Ými mun heimurinn hafa verið skapaður. Það voru afkomendur hans, Óðinn, Vilji og Vé, sem vógu hann og gerðu úr beinunum fjöll, blóðinu sjó, og svo framvegis. Augnhárin fengu það sérstaka hlutverk að umkringja Miðgarð sem virki. Ýmir er sagður hafa verið „illur“, þó ekki sé stakur glæpur hans útlistaður í þeim texta sem geymir söguna. Breytti þessi inngróna illska ekki því að kropp hrímþursins mátti nýta, móta og breyta að vild. Glögg augu Óðins og bræðra hans sáu í Ými vannýtt tækifæri. Ávextir drápsins voru lífið sjálft, upphaf mannkynsins og þeirra efnislegu hluta sem veröldina fylla. Mikið hefur Ýmir nærst til að ná þeirri stærð sem þarna er lýst. Drykkur hans var mjólk kýrinnar Auðhumlu. Svo segir Snorri Sturluson í Eddu sinni. Nú mun sá dýrgripur einmitt vera varðveittur í þessu húsi sem ber það sama heiti; Árnagarður dugði víst ekki lengur til. Varla var það tilviljun að kaffihúsið skyldi vera nefnt í höfuðið á Ými, og kannski ekki tilviljun heldur að hönnunarstólarnir sem valdir voru til að prýða það hefðu sér sessu úr kálfaskinni. Kannski felst í valinu vísun í fórnir Auðhumlu, hugsaði ég með mér. Án hennar flæðandi lífsorku var Ýmir auðvitað ekkert. * Fyrir ungan mann er ævintýri líkast að fylgjast með hinni miklu stækkun þjóðarháskólans sem við öll eigum hlut í. Af stórum hug nemur háskólans fólk nýjar lendur, í föstum og markvissum takti við þá rökvísi að skólinn verði að stækka. Hliðstæða háskólafólksins úr sköpunarsögunni er að sjálfsögðu Óðinn. Eins og hann þá kennir það sig við þekkingu, en fyrsta skrefið í átt til þekkingarinnar er væntanlega sköpun rýmis til að öðlast hana. Það vantar veggi, glugga, pípulagnir og stóla. Handritin þurfa líka sín augnhár, sitt eigið hita- og rakastillta öryggisvirki. Ólíkt Óðni þarf hin hugsandi stétt ekki að drepa forföður sinn til að tryggja fjármagnið sem þarf til þessara nota. Háskólinn á og rekur sinn fasteignasjóð, sem að vísu er sagður vera „happdrætti“. Við getum samt leyft okkur að líkja sjóði þessum við Ými. Rétt eins og líkami hrímþursins verður féð að fasteignum sem grundvalla alla menntun og menningu í landinu. Minnst segir Snorra-Edda um Auðhumlu. Í hennar örlög veitti höfundurinn enga innsýn. Það gerði hann af skilningi á eðli goðsagna: Hann vissi að það er undir ímyndunarafli hvers okkar komið að blása í þær líf. Við fáum bara að vita að sjálf nærðist kýrin á svokölluðum „hrímsteinum“ sem hún sleikti einhver sölt af. Hver gæti staðið undir hlutverki Auðhumlu, velti ég fyrir mér þar sem ég sat, í samtímauppfærslu á sögunni? Jú, sá sem best endurspeglar hana er hópurinn sem dælir lífsorku sinni inn í Ými/„happdrættið“ fyrir tilstuðlan spilakassa háskólans. Auðhumla er fólkið sem mætir fyrstu daga mánaðarins og leggur allt sitt lausafé inn í spilakassana. Sumt hvert selur þetta fólk líkama sína til að fjármagna fíknina sem spilakassarnir þróa hjá því. Og þannig næra þau happdrætti háskólans um leið. Ef Ýmir er hið tímalausa, fljótandi auðmagn sem má móta að vild táknar Auðhumla verkalýðinn sem skapar verðmætin. Úr Auðhumlu sjálfri er ekkert hægt að gera, en úr afurðum hennar, sem finna sér form í sístækkandi búk Ýmis, má gera hvað sem er. * Einar Jónsson myndhöggvari túlkar samband þeirra Ýmis og Auðhumlu sem mjög náið. Í verki frá 1909 staðsetur hann Ými raunar undir henni. Snertifletir þeirra eru eins margir og kostur er á. Magar þeirra eru eins og límdir saman; læri þursins umlykja háls kýrinnar; varir hans totta spena hennar af áfergju. Að þessu leyti þarfnast túlkun Einars raunar örlítils ímyndunarafls því í frumtextanum er eingöngu talað um „fjórar mjólkurár“ sem runnu frá Auðhumlu og Ýmir nærðist á. Frumtextinn yfirfærist greiðlega á þá staðreynd úr okkar samtíma að háskólinn hefur kosið að dreifa spilakassastarfsemi sinni víða um íbúahverfi borga og bæja landsins. Stærsta útibúið er nú uppi í Hamraborg þar sem Auðhumla stendur og er mjólkuð af amerískri iðnaðarvél sem var hönnuð og keypt í Las Vegas. Lífsorka spilafíklanna rennur niður í Fossvog, framhjá Nauthólsvík og þaðan beint inn í Eddu. Þar er hún loks virkjuð til að varðveita helgustu vé okkar menningar. Ljósmynd höfundar af verki Einars Jónssonar, Ýmir og Auðhumla. Þessi samtímaútgáfa mín af sögunni um Auðhumlu uppfyllir hvorki skilyrði þess að teljast goðsögn né beinlínis harmsaga. Í fyrsta lagi er hún dagsönn og því ekkert goðsagnakennt við hana. Í öðru lagi þá verður saga strangt til tekið ekki harmsaga nema það sé til staðar hjá sögupersónum ákveðin sjálfsmeðvitund um eigin örlög. En það er einmitt henni sem kassarnir stela. Þeir eru hannaðir til að svipta spilarana meðvitund fyrir öllu öðru en blikkandi skjánum fyrir framan þá. Þar stendur fólk sem aldrei á raunverulega eftir að fara heim með stóra vinninginn, hversu hátt sem þau kunna að komast eitt augnablik. Vinna þessa verkalýðs er þannig af guðunum gerð að veðið sem hann leggur undir veltur beinustu leið niður brekkuna til þess eins að vera ýtt aftur upp. Áunnin fíknin veldur því víst að sum byrja, eins og Sísýfos, að ýta sínu veði upp brekkuna á ný með bros á vör. Enginn getur þó sagst ímynda sér Auðhumlu sem sannarlega hamingjusama og frjálsa. Í stað þeirrar blekkingar sefa menn samvisku sína með annarri blekkingu, með því að segja að fórn hennar renni þrátt fyrir allt til góðs. Hún fari í menntun og menningu en ekki einhverja óskilgreinda illsku. * Óðinn gaf frá sér annað augað til að öðlast visku. Enga slíka fórnarviðleitni er að sjá hjá þeim sem leitast nú við að fá að leiða háskólann í embætti rektors, þeirra sem nú hafa sig frammi í kurteislegri kosningabaráttu. Ekkert þeirra hefur minnst einu orði á hættuspil háskólans með líf spilafíkla. Ekkert þeirra hefur lýst sig tilbúið að fórna þessum fjármunum og frelsa Auðhumlu úr ánauð sinni uppi í Hamraborg. Það væri óskandi ef guðirnir hjálpuðu nú þessum leiðtogum framtíðarinnar að skrifa örlög Auðhumlu á annan hátt en þann sem nú er skráður í okkar merkilegustu bækur, þar sem þögnin ein umlykur hana. Það verkefni hefst á því að búa til athvarf fyrir hugsun og gjörðir sem veita viðnám en taka ekki beinan þátt í því versta sem vestrænn kapítalismi hefur fundið upp á. Lokum spilakössum háskólans fyrir fullt og allt. Höfundur er sagnfræðingur í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þar sem ég sat á stól í Ými, nýju kaffihúsi hinnar nýju Eddu – húss íslenskra fræða, rifjaðist upp fyrir mér óviðjafnanleg sköpunarsaga norrænna manna. Úr hrímþursinum Ými mun heimurinn hafa verið skapaður. Það voru afkomendur hans, Óðinn, Vilji og Vé, sem vógu hann og gerðu úr beinunum fjöll, blóðinu sjó, og svo framvegis. Augnhárin fengu það sérstaka hlutverk að umkringja Miðgarð sem virki. Ýmir er sagður hafa verið „illur“, þó ekki sé stakur glæpur hans útlistaður í þeim texta sem geymir söguna. Breytti þessi inngróna illska ekki því að kropp hrímþursins mátti nýta, móta og breyta að vild. Glögg augu Óðins og bræðra hans sáu í Ými vannýtt tækifæri. Ávextir drápsins voru lífið sjálft, upphaf mannkynsins og þeirra efnislegu hluta sem veröldina fylla. Mikið hefur Ýmir nærst til að ná þeirri stærð sem þarna er lýst. Drykkur hans var mjólk kýrinnar Auðhumlu. Svo segir Snorri Sturluson í Eddu sinni. Nú mun sá dýrgripur einmitt vera varðveittur í þessu húsi sem ber það sama heiti; Árnagarður dugði víst ekki lengur til. Varla var það tilviljun að kaffihúsið skyldi vera nefnt í höfuðið á Ými, og kannski ekki tilviljun heldur að hönnunarstólarnir sem valdir voru til að prýða það hefðu sér sessu úr kálfaskinni. Kannski felst í valinu vísun í fórnir Auðhumlu, hugsaði ég með mér. Án hennar flæðandi lífsorku var Ýmir auðvitað ekkert. * Fyrir ungan mann er ævintýri líkast að fylgjast með hinni miklu stækkun þjóðarháskólans sem við öll eigum hlut í. Af stórum hug nemur háskólans fólk nýjar lendur, í föstum og markvissum takti við þá rökvísi að skólinn verði að stækka. Hliðstæða háskólafólksins úr sköpunarsögunni er að sjálfsögðu Óðinn. Eins og hann þá kennir það sig við þekkingu, en fyrsta skrefið í átt til þekkingarinnar er væntanlega sköpun rýmis til að öðlast hana. Það vantar veggi, glugga, pípulagnir og stóla. Handritin þurfa líka sín augnhár, sitt eigið hita- og rakastillta öryggisvirki. Ólíkt Óðni þarf hin hugsandi stétt ekki að drepa forföður sinn til að tryggja fjármagnið sem þarf til þessara nota. Háskólinn á og rekur sinn fasteignasjóð, sem að vísu er sagður vera „happdrætti“. Við getum samt leyft okkur að líkja sjóði þessum við Ými. Rétt eins og líkami hrímþursins verður féð að fasteignum sem grundvalla alla menntun og menningu í landinu. Minnst segir Snorra-Edda um Auðhumlu. Í hennar örlög veitti höfundurinn enga innsýn. Það gerði hann af skilningi á eðli goðsagna: Hann vissi að það er undir ímyndunarafli hvers okkar komið að blása í þær líf. Við fáum bara að vita að sjálf nærðist kýrin á svokölluðum „hrímsteinum“ sem hún sleikti einhver sölt af. Hver gæti staðið undir hlutverki Auðhumlu, velti ég fyrir mér þar sem ég sat, í samtímauppfærslu á sögunni? Jú, sá sem best endurspeglar hana er hópurinn sem dælir lífsorku sinni inn í Ými/„happdrættið“ fyrir tilstuðlan spilakassa háskólans. Auðhumla er fólkið sem mætir fyrstu daga mánaðarins og leggur allt sitt lausafé inn í spilakassana. Sumt hvert selur þetta fólk líkama sína til að fjármagna fíknina sem spilakassarnir þróa hjá því. Og þannig næra þau happdrætti háskólans um leið. Ef Ýmir er hið tímalausa, fljótandi auðmagn sem má móta að vild táknar Auðhumla verkalýðinn sem skapar verðmætin. Úr Auðhumlu sjálfri er ekkert hægt að gera, en úr afurðum hennar, sem finna sér form í sístækkandi búk Ýmis, má gera hvað sem er. * Einar Jónsson myndhöggvari túlkar samband þeirra Ýmis og Auðhumlu sem mjög náið. Í verki frá 1909 staðsetur hann Ými raunar undir henni. Snertifletir þeirra eru eins margir og kostur er á. Magar þeirra eru eins og límdir saman; læri þursins umlykja háls kýrinnar; varir hans totta spena hennar af áfergju. Að þessu leyti þarfnast túlkun Einars raunar örlítils ímyndunarafls því í frumtextanum er eingöngu talað um „fjórar mjólkurár“ sem runnu frá Auðhumlu og Ýmir nærðist á. Frumtextinn yfirfærist greiðlega á þá staðreynd úr okkar samtíma að háskólinn hefur kosið að dreifa spilakassastarfsemi sinni víða um íbúahverfi borga og bæja landsins. Stærsta útibúið er nú uppi í Hamraborg þar sem Auðhumla stendur og er mjólkuð af amerískri iðnaðarvél sem var hönnuð og keypt í Las Vegas. Lífsorka spilafíklanna rennur niður í Fossvog, framhjá Nauthólsvík og þaðan beint inn í Eddu. Þar er hún loks virkjuð til að varðveita helgustu vé okkar menningar. Ljósmynd höfundar af verki Einars Jónssonar, Ýmir og Auðhumla. Þessi samtímaútgáfa mín af sögunni um Auðhumlu uppfyllir hvorki skilyrði þess að teljast goðsögn né beinlínis harmsaga. Í fyrsta lagi er hún dagsönn og því ekkert goðsagnakennt við hana. Í öðru lagi þá verður saga strangt til tekið ekki harmsaga nema það sé til staðar hjá sögupersónum ákveðin sjálfsmeðvitund um eigin örlög. En það er einmitt henni sem kassarnir stela. Þeir eru hannaðir til að svipta spilarana meðvitund fyrir öllu öðru en blikkandi skjánum fyrir framan þá. Þar stendur fólk sem aldrei á raunverulega eftir að fara heim með stóra vinninginn, hversu hátt sem þau kunna að komast eitt augnablik. Vinna þessa verkalýðs er þannig af guðunum gerð að veðið sem hann leggur undir veltur beinustu leið niður brekkuna til þess eins að vera ýtt aftur upp. Áunnin fíknin veldur því víst að sum byrja, eins og Sísýfos, að ýta sínu veði upp brekkuna á ný með bros á vör. Enginn getur þó sagst ímynda sér Auðhumlu sem sannarlega hamingjusama og frjálsa. Í stað þeirrar blekkingar sefa menn samvisku sína með annarri blekkingu, með því að segja að fórn hennar renni þrátt fyrir allt til góðs. Hún fari í menntun og menningu en ekki einhverja óskilgreinda illsku. * Óðinn gaf frá sér annað augað til að öðlast visku. Enga slíka fórnarviðleitni er að sjá hjá þeim sem leitast nú við að fá að leiða háskólann í embætti rektors, þeirra sem nú hafa sig frammi í kurteislegri kosningabaráttu. Ekkert þeirra hefur minnst einu orði á hættuspil háskólans með líf spilafíkla. Ekkert þeirra hefur lýst sig tilbúið að fórna þessum fjármunum og frelsa Auðhumlu úr ánauð sinni uppi í Hamraborg. Það væri óskandi ef guðirnir hjálpuðu nú þessum leiðtogum framtíðarinnar að skrifa örlög Auðhumlu á annan hátt en þann sem nú er skráður í okkar merkilegustu bækur, þar sem þögnin ein umlykur hana. Það verkefni hefst á því að búa til athvarf fyrir hugsun og gjörðir sem veita viðnám en taka ekki beinan þátt í því versta sem vestrænn kapítalismi hefur fundið upp á. Lokum spilakössum háskólans fyrir fullt og allt. Höfundur er sagnfræðingur í doktorsnámi við Háskóla Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun