Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. mars 2025 11:31 Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun