Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. mars 2025 11:31 Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun