Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. mars 2025 11:31 Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun