Alvogen klárar rúmlega níutíu milljarða endurfjármögnun á lánum félagsins
 
            Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        